Handbók í textíl

SAUMUR 197 Ábendingar og ráð Sundföt Sundföt þola ekki sánaböð vegna þess að sviti brýtur niður og skaðar teygjuþræðina. Saltvatn veikir einnig trefjarnar. Sundföt halda forminu best ef þau eru skoluð vel eftir hverja sundferð og að auki þvegin í þvottavél öðru hverju. Íþróttaföt Mikilvægt er að ganga strax frá svitastorknum íþróttafötum og hengja upp til þverris. Annars byrja fötin að lykta og í versta falli að mygla. Myglubletti er nær ómögulegt að ná úr efnum. Íþróttaföt ætti að þvo reglulega. Rafmagnaðar flíkur Í þurru lofti á veturna eiga flíkur til að rafmagnast meira en ella. Góð hjálp er að bæta mýkingarefni í skolvatnið þegar flík er þvegin. Einnig eru til úðaefni gegn rafmögnun sem úðað er á flík þegar hún er þurr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=