Handbók í textíl

20 Að skipuleggja prjónavinnu Teiknið fyrst mynd af verkinu sem á að prjóna. Teiknið skýringarmynd með prjónatáknum ef ætlunin er að prjóna útprjón. Ef ætlunin er að prjóna munsturprjón með tveimur eða fleiri litum er munstrið teiknað fyrst á rúðublað. Hentugt er að endurtaka munstrið nokkrum sinnum á blaðið til að sjá betur heildarútkomuna. Að reikna út þéttleika og lykkjufjölda með prjónfestuprufu Fitjaðu upp 20 lykkjur. Prufan er prjónuð úr sama garni og með sömu aðferð og munstri og ætlunin er að prjóna. Ef prufan er prjónuð fast eru notaðir grófari prjónar. Ef prufan er laust prjónuð eru notaðir fínni prjónar. Prufan þarf að vera að minnsta kosti 7–8 cm á lengd. 1. Sléttið úr prjónfestuprufunni á undirlag og festið niður hornin með títuprjónum. 2. Klippið rammaop í stífan pappír eða karton sem er 5 x 5 cm. 3. Leggið rammaopið ofan á prufuna þannig að opið liggi meðfram láréttri og lóðréttri lykkjuröð. 5 cm = ____ l 5 cm = _____ umferðir 5 cm fjöldi prjónalykkja 5 cm = ________ l 10 cm = ________ l 1 cm = ________ l 4. Reiknið fjölda umferða á 5 cm. Athugið að breiddin á prjónalykkjunni er aðeins meiri en lengdin á henni. Þannig reiknast fleiri lykkjur en umferðir. 5. Ef þú margfaldar lykkjufjöldann með tveimur þá kemur í ljós hve margar þær eru á hverja 10 cm. 6. Ef þú deilir fjöldanum með 10 kemur í ljós hve margar lykkjur eru á hvern 1 cm. 7. Ef lykkjufjöldi er margfaldaður út frá breidd eða umfangi prjónverksins í sentimetrum kemur í ljós hve margar lykkjur þarf að fitja upp fyrir prjónverkið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=