Handbók í textíl

SAUMUR 123 Náttúrutrefjar Dýratrefjar Algengustu dýratrefjarnar eru ull (WO) og silki (SE). Ullin kemur aðallega frá sauðfé og silkið frá púpu silkilirfunnar. Móhár, kasmír, angóra, alpacka og lama eru einnig dýratrefjar og notaðar í lúxusafurðir. Dýratrefjar eru úr próteini, eggjahvítuefni, það sama og er í nöglum og hári. Dýratrefjar draga vel í sig raka og halda vel hita, þannig er ullin hlý þótt hún sé blaut. Ullartrefjar eru teygjanlegar og krumpast lítið. Við notkun, hreinsun og þvott eru trefjarnar ekki eins slitsterkar og jurta- og gervitrefjar. Náttúrutrefjar brotna einnig auðveldlega niður í náttúrunni. Einkenni íslensku ullarinnar eru að ullarhárin skiptast í tvær hárgerðir: þel og tog. Þelið liggur næst húðinni á kindinni en togið er ysti hluti háranna. Þelið er mjúkt og hárin stutt og liðuð. Togið er gróft og hárin löng og gljáandi. Önnur einkenni íslensku ullarinnar er að hún er hlý og létt. Jurtatrefjar Algengustu jurtatrefjarnar eru bómull (CO) og hör (LI). Hampur, júta og ísal eru einnig jurtatrefjar. Þær eru helst m.a. notaðar í reipi og ýmsar umbúðir. Sellulósi er uppistaðan í jurtatrefjum sem er sama hráefni og í pappír. Eiginleikar eru því svipaðir. Þær krumpast auðveldlega, brenna hratt og draga vel í sig vætu en þorna aftur á móti hægt. Jurtatrefjar eru sveigjanlegar, lofta vel og þægilegar að klæðast. Þær brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Bómullartrefjar hafa fjölbreytt notagildi og eru vinsælar um allan heim. Úr bómull eru framleidd t.d. lök, handklæði, nærfatnaður, bolir, peysur og gallabuxur. Hör eru mun dýrari trefjar. Hörinn er notaður í handavinnuefni, viskustykki, borðdúka og dýrari fatnað. Hörefni krumpast mjög auðveldlega. Rami er trefjategund sem svipar til hörs. Rami er ódýrari í framleiðslu og gjarnan notað í staðinn fyrir hör. Hörefni eru slitsterk og hafa mikinn togstyrk. Tog og þel.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=