Handbók í textíl

SAUMUR 129 Ofin og prjónuð efni Öll efni sem hugsuð eru fyrir framleiðslu eru framleidd á tvo vegu: ofin eða prjónuð. Ofin efni teygjast nánast ekkert. Ef auka á teygjanleika efnis er hægt að blanda smávegis af elastan (lycra) saman við trefjarnar. Flauel- og frotte-efni eru ofin með auka garnkerfi til að mynda loðáferð og lykkjur. Samskonar efni eru einnig framleidd sem prjónaefni. Ofið efni Ofið efni er nefnt dúkur eða efni og framleitt í stórum vefnaðarvélum í iðnaðarverksmiðjum eða ofið í höndum í vefstól. Ofin efni hafa tvöfalt þráðakerfi: eitt í lóðrétta átt og annað í lárétta. Lóðréttu þræðirnir (í sömu átt og hliðarkantar) mynda uppistöðuna í vefstólum en þeir láréttu mynda ívafið. Ívafsþráðurinn fer á víxl yfir og undir uppistöðuþræðina þvert á breiddina. Hvernig ívafs- og uppistöðuþræðir krossast er nefnd binding og bindingin getur verið mismunandi. Í hliðum vefsins, þar sem ívafsþræðirnar snúa við, myndast þéttir þráðréttir kantar. Kantarnir eru kallaðir jaðrar. Þegar pappírssnið er lagt á efni þá er þráðrétta línan á sniðinu látin liggja samsíða jöðrum efnis. Dæmi um ofin efni eru sængurveraefni, gallabuxnaefni, flónnel og vindþétt efni. jaðar ívaf uppistaða

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=