Handbók í textíl

2 Handbók í textíl er ætluð nemendum í efri bekkjum grunnskóla. Innihaldið er fjölbreytt og getur nýst sem uppflettirit þeimsemáhuga hafa að vinna textíl verkefni. Leiðbeiningar eru einfaldar og skýrar bæði í texta og myndum. Bókin er vel skipulögð og kennslumiðuð frá einföldum yfir í flóknari aðferðir. Í bókinni er að finna leiðbeiningar í grunntækni í ýmsum textílaðferðum, meðal annars prjóni, hekli, saumi, útsaumi og öðrum aðferðum t.d. þæfingu, bútasaumi, litun á garni og hnýtingum. Sögulegt innlit er í allflestum köflum. Einnig eru að finna leiðbeiningar um vefjarefnafræði, efnisgerðir og meðferðamerkingar. Þá er einnig kafli um fjölbreyttar saumtækniaðferðir með fatasniðum fyrir börn og unglinga á aldrinum 9–16 ára í stærðum 140–176. Sniðin eru með einföldum útfærslum og ítarlegum saumaleiðbeiningum sem auðveldar nemendum að vinna með sniðútfærslur út frá eigin hugmyndumog sköpun. Í saumtæknikaflanum er farið yfir ýmis atriði sem koma fyrir í fatnaði almennt. Með bókinni fylgja tvær sniðarkir bæði fyrir einfaldari og flóknari saumavinnu. Sniðhlutar fyrir hverja flík eru staðsettir þannig á örkunum að ekki þarf að flytja sniðpappírinn til og frá á örkinni sem auðveldar til muna vinnuna þegar sniðhlutar eru teiknaðir upp. Það er von okkar að bókin muni auka sjálfstæði í vinnubrögðum og vera hvatning fyrir nemendur til að vinna á persónulegan og skapandi hátt á sínum eigin forsendum. Bókin ætti að auðvelda kennurum að halda utan um kennsluna á skipulagðan hátt og dreifa ábyrgðinni meira til nemenda, auk þess að auka hugmyndaauðgi og sköpun í verkefnavali. Við vonum að bókin komi ykkur að gagni og að þið hafið gaman af því að prófa ykkur áfram í textílvinnu. Ásdís Jóelsdóttir og Kristín Garðarsdóttir Handbók í textíl ISBN 978-9979-0-2572-6 © 2009 Pirjo Karhu, Maija Malmström, Tuula Mannila, Otava útgáfan © Maj Åber-Hilden, Schildts útgáfan © Teikningar: Pirjo Karhu, Tuula Mannila © Ásdís Jóelsdóttir þýðandi Heiti á frummálinu: Hyvä sauma, Tekstiilityön käsikirja. Bókin er þýdd úr sænsku, heiti bókar: Handbok i textilslöjd Ritstjórar finnsku og sænsku útgáfunnar: Reetta Väätäinen og Margareta Teir Hönnun finnsku útgáfunnar: Piia Ouri og Vitale/Jukka Iivarinen Ritstjóri íslensku útgáfunnar: Sigríður Wöhler Þýðing og staðfæring: Ásdís Jóelsdóttir Yfirlestur: Kristín Garðarsdóttir Þakkir fyrir aðstoð og ráðgjöf fá Guðrún Bjarnadóttir, Guðrún Hannele, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Hildur Guðnadóttir Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson Lista yfir rétthafa ljósmynda er að finna aftast í bókinni 1.útgáfa 2022 Menntamálastofnun Kópavogi Bókin er gefin út með leyfi Otavas Tryckeri Ab og Schildts Förlag Ab Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar, myndhöfundar og útgefanda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=