Handbók í textíl

84 ✄ RA RE vattefni Vattering – „kvíltering“ Bútasaumsteppi samanstendur af þremur efnislögum. Efst er munstrað efni unnið með bútasaumsaðferð, neðst er svokallað bakefni og á milli er þunnt lag af vattefni. Efnislögin þrjú eru fest saman með vattstungusaumum. Á þeim stöðum þar sem hefð hefur verið fyrir bútasaumi voru teppin vatteruð í höndum með litlum þræðisporum eða hnútum. Teppið var þá strekkt upp í stóran ramma og síðan hjálpuðust konurnar á staðnum að við fráganginn. Einnig er hægt að vattera í saumavél. Teppi eru of stór til að vattera í venjulegri saumavél en í staðinn er hentugt að vattera um leið og blokkirnar eru saumaðar saman. Vattering með hnútum 1. Leggið straujað bakefni á borð með rönguna upp. 2. Notið límbandsbúta til að festa það við borðið. 3. Leggið fyrst þunna vattefnið ofan á og síðast bútasaumsefnið með réttuna upp. 4. Nælið saman efnislögin með öryggisnælum. 5. Takið límböndin af. 6. Þræðið langa nál með perlugarni og saumið lítil þræðispor með 25 cm millibili; hafið í huga að sporin fari í gegnum öll efnislögin. 7. Klippið perlugarnið fyrir miðju á milli spora. Hnýtið sjómannshnút (tvöfaldur hnútur) við hvert spor. Klippið af garnið sem er afgangs. Ef ekki er vilji til að nota hnúta er hægt að sauma raðir af litlum þræðisporum í höndum sem binda saman öll efnislögin. Vattsaumar geta verið beinar línur eða formaðar og sem hluti af fullgerðu og persónulegu bútasaumsverki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=