Handbók í textíl

SAUMUR 195 Blóðbletti í dýnu er best að ná úr með því að reisa dýnuna upp á rönd. Bleyta i blettinum með köldu vatni, gera þykkan graut úr matarsóda og vatni og bera á blettinn. Láta síðan þorna og bursta af eða ryksuga. Gæti þurft að endurtaka meðferðina. Kartöflumjöl hrært með köldu vatni getur reynst ágætlega, borið á blettinn og látið þorna við hita, t.d. í sól. Burstað af. Fita: Majónes, matarolía, smjör, lýsi og önnur matarfita. Hér duga best lífrænar sápur eða uppþvottalögur. Sjá aðferð hér að ofan. Lýsisbletti gæti þurft að bleikja í lokin, t.d. með sítrónusafa. Fíflamjólk: Hellið mjólk á blettinn og nuddið góðum uppþvottalegi í hann. Látið liggja um stund og þvegið úr. Grasgræna: Uppþvottalögur eða grænsápa virka vel á grasgrænu. Sápan er borin á og látin liggja góða stund. Skolað vel og þvegið á eftir. Sítrónusafi eða bleikiefni getur dugað vel á grasgrænu í hvítu efni. Gott getur verið að hella mjólk á blettina og nudda síðan með uppþvottalegi. Skolað vel og þvegið á venjulegan máta. Harpis (trjákvoða): Terpentína eða brennsluspritt virka best á harpis. Kaffi, kakó: Skolað vel úr volgu vatni. Uppþvottalögur eða grænsápa eru borin á blettinn og flíkin látin liggja nokkra stund í bleyti. Skolað vel og þvegið á eftir. Blettahreinsirinn Undri hefur reynst vel á gamla kaffibletti. Karrí: Það inniheldur túrmerik sem er mjög litsterkt og getur verið erfitt að ná því úr. Best er að nudda glyserínupplausn á blettinn og láta bíða um hálfa klst. Þá er skolað vel og þvegið. Ef bletturinn hverfur ekki má reyna vetnisperoxíðsupplausn (1 hl. á móti 6 af köldu vatni). Þvo síðan vel. Ef um vökva er að ræða, er best að byrja að þurrka upp sem mest af honum með eldhúspappír eða klút. Suma bletti þarf að byrja á að skafa ofan af áður en hafist er handa við eiginlega blettahreinsun. Ef uppþvottalögur er notaður á bletti í fatnaði er þessi aðferð áhrifarík: Uppþvottalögurinn (helst litlaus) er borinn á blettinn, ef bletturinn er orðinn þurr er betra að bleyta aðeins í honum. Flíkin er sett í plastpoka, lokað vel fyrir og beðið í nokkra klukkutíma jafnvel hálfan sólarhring. Þá er bleytt upp í blettinum með volgu vatni. Skolað vel og flíkin þvegin á venjubundinn hátt. Ef vatn er notað til að ná úr blettum eða við lok blettahreinsunar, er best að hita/sjóða kalt vatn í stað hitaveituvatns; það vill skilja eftir rönd í kringum staðinn þar sem bletturinn var. Ýmsar tegundir bletta: Banana- og aðrir ávaxtablettir: Ef flíkin er hvít er hægt að nudda blettinn með sítrónusafa eða blanda sítrónusýru í vatn og nudda í, láta bíða smástund og þvo svo á venjulegan máta. Aðferðin hér að ofan með uppþvottaleginum gefur góða raun á ávaxtabletti. Bjór: Skola blettinn vel úr volgu vatni. Einnig hefur matarsódi reynst ágætur, þá settur út í vatn. Eins má nota sódavatn, einkum á húsgögn og gólfteppi. Blek: Brennsluspritt nær flestum tegundum af bleki úr fatnaði og húsgögnum. Blóð: Best er að leggja flík með blóðblettum í bleyti í kalt vatn með salti (ca. 1 dl gróft salt, 3 l af vatni). Látið liggja í 15 mínútur. Síðan er lífræn sápa borin á blettina, látið liggja góða stund og skolað. Þvegið síðan á venjulega hátt. Nokkur góð ráð við blettahreinsun:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=