Handbók í textíl

86 RÉ RA RA RÉ RA RÉ Frágangur á bútasaumsteppum Bútasaumsteppi eru földuð með efnisbindingu. Mjó binding 1. Búið til bindingu með því að sníða beinar efnislengjur í bómullarefni (8–10 cm breiðar, samanlögð lengd á teppi + 10 cm). Brjótið efnislengjuna tvöfalda með réttuna út og strauið með straujárni. 2. Nælið opnu hliðina á bindingu meðfram köntum á teppi á bakhlið. Byrjið að næla frá miðju í einni hlið. 3. Beinsaumið saman og látið saumavélafót fylgja kanti. Endið sauminn saumfarsbreidd frá horni og festið með því að bakka nokkur spor. Snúið teppinu í vélinni með það í huga að sauma næstu hlið. 4. Brjótið bindingu upp á við í sömu línu og næsta hlið á teppi þannig að myndist brot í bindinguna í horninu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=