Handbók í textíl

40 STROFF FRAMLEISTUR – fleygur – sokkur (framleistur) tá – hæltunga – hælstallur HÆLL Sokkar Sokkar eru hringprjónaðir með sokkaprjónum. Fyrir sokkaprjón er hentugt að nota garnblöndu. Garn sem inniheldur pólýamídtrefjar hentar vel fyrir skokka vegna þess að trefjarnar gera garnið slitsterkt. Sokkar slitna mest á hælum. Sokkahlutar Helstu hlutar sokka eru þrír: stroff, hæll og framleistur. Að skipuleggja sokkaprjón Um leið og ákveðið er að prjóna sokka er mikilvægt að huga að því hvernig þeir verða notaðir. Ef stroffið kemur til með að sjást er skemmtilegt að skreyta það með litaröndum. Þannig er hægt að nýta afgangsgarn. Munsturprjón í fleiri litum er hentugt bæði á stroff og framleista. Ef stroffið er prjónað með stuðlaprjóni liggur sokkurinn þéttar að fætinum. Ef stroffið á að vera með rúllukanti eru fyrst prjónaðar nokkrar umferðir sléttprjón og síðan er röngunni snúið út og aftur prjónaðar nokkrar umferðir slétt. Haldið áfram þar til stroffið hefur náð áætlaðri lengd. Á þeim stað sem breytt er um prjónaátt myndast gjarnan lítið gat.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=