Handbók í textíl

57 HEKL Heklaður ferningur Ferningur er mótaður með skipulagðri útaukningu í hornum. Við upphaf nýrrar umferðar eru heklaðar loftlykkjur: 1 fyrir fastahekl, 2-3 ef heklaðir eru stuðlar. Heklið sjö loftlykkjur og tengið saman í hring með keðjulykkju. umferð: Heklið þrjár loftlykkjur, heklið þrjá stuðla í loftlykkjuhring. Heklið tvær loftlykkjur * heklið fjóra stuðla í loftlykkjuhring og tvær loftlykkjur *, endurtakið milli merkja þrisvar sinnum. Endið umferðina með keðjulykkju. umferð: Færið ykkur nær horni með því að hekla fimm loftlykkjur. * Heklið fjóra stuðla, tvær loftlykkjur og fjóra stuðla í loftlykkjuhornið. Heklið tvær loftlykkjur *. Endurtakið þrisvar sinnum. Heklið fjóra stuðla, tvær loftlykkjur og þrjá stuðla í síðasta hornið. Endið 4. umferðina með keðjulykkju. umferð: Heklið þrjár loftlykkjur og þrjá stuðla í loftlykkjuop fyrri umferðar. Heklið tvær loftlykkjur yfir hverja stuðlaþyrpingu og fjóra stuðla í loftlykkjuop. Í hvert loftlykkjuhorn: Heklið tvær stuðlaþyrpingar, hvora með fjórum stuðlum og milli þeirra tvær loftlykkjur. Endið með keðjulykkju. Heklaðir ferningar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=