Handbók í textíl

180 Bryddaður vasi Vinnuferlið við að sauma bryddaðan vasa þarf að vera vandað og nákvæmt. Mögulegt er að breyta útliti á flík með því velja annan lit á bryddingar. Ef efnið er mjúkt eða lausofið og raknar upp er mikilvægt að styrkja vasaopið og strauja straulím á rönguna kringum vasaop. RA RA 3. Nælið efnisræmu meðfram efri kanti á vasafóðri (fremra vasastykki) með réttur saman. Saumið og víxlsaumið saman saumför. 4. Nælið efnisræmu við vasaop með réttur saman og þannig að merkingar fyrir vasaop standist á. Stillið saumavél á sporlengd 2. 5. Saumið kringum vasaop fótbreidd frá miðlínu vasaops. Hornin styrkjast betur ef byrjað er að sauma út frá miðju opi í byrjun. 1. Sníðið efnisræmu fyrir bryddingar í vasaopi, efni fyrir aftara vasastykki og fóður fyrir fremra vasastykki. 2. Merkið lengd og staðsetningu vasaops á röngu með merkipappír og sniðhjóli, bæði á framstykki og efnisræmu. RÉ RA ræma fyrir bryddingar fremra vasastykki aftara vasastykki efni 1 st. af efni flíkurinnar 1 st. fóðurefni 1 st. af efni flíkurinnar RÉ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=