Handbók í textíl

71 ÚTSAUMUR Efni og áhöld – strammefni eða þéttofið efni, bómullar- eða hörefni í einskeftu – útsaumsgarn, bómullar- eða ullargarn sem er eilítið þykkara en þræðirnir í útsaumsefninu – nota má áróru- eða perlugarn ef saumað er í þunn þéttofin efni – nál með hvössum eða rúnnum oddi (fer eftir útsaumsefninu) – útsaumshringur Skattering og refilsaumur 1. Skattering er saumað á svipaðan hátt og flatsaumur nema að garnið liggur nær eingöngu á yfirborðinu. 2. Skattering er einnig undirstaðan í refilsaum. Í refilsaum er hægt að sauma yfir stærri flöt en þá eru löngu sporin líka saumuð niður á skipulagðan hátt. Annaðhvort eru sporin saumuð niður með litlum varpsporum um leið og saumað er, eða lagður er þynnri þráður yfir löngu sporin og hann saumaður niður um leið með litlum varpsporum. Skautbúningur sem Sigurður Guðmundsson málari hannaði um miðja nítjándu öld. Hann sótti m.a. fyrirmyndir að munstrinu í íslenska flóru. Saumgerðin á neðri hluta á pilsinu er skattering.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=