Handbók í textíl

PRJÓN 23 Útprjón og skýringarmyndir Munstureining Munsturhluti sem er endurtekinn í útprjóni kallast munstureining. Þegar munstureiningin er endurtekin myndast heildarmunstrið. Í munstrinu hér fyrir neðan er munstureiningin merkt með rauðu. Hver lykkja í munstureiningunni er teiknuð með ákveðnu tákni. Reikna þarf hve margar munstureiningar eru innifaldar í einu prjónverki. Ef lykkjufjöldinn gengur ekki upp þarf að fjölga eða fækka lykkjum. Fyrir þá sem eru rétthentir er skýringarmyndin lesin frá neðra hægra horni og þaðan í vinstri átt. Fyrir þá sem eru örvhentir er skýringarmyndin lesin frá neðra vinstra horni og þaðan í hægri átt. Garðaprjón Prjónið allar umferðir slétt fram og til baka. Einkennandi fyrir garðaprjón er að það tekur lengri tíma að prjóna á hæðina og að prjónið verður mjög teygjanlegt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=