Handbók í textíl

36 Vettlingar Vettlingar eru hringprjónaðir. Notaðir eru fimm sokkaprjónar: fjórir prjónar sem halda uppi prjóninu og fimmti er notaður til að prjóna með. Veljið sterkt ullargarn eða garnblöndu. Að skipuleggja vettlingaprjón Mögulegt er að hafa mismunandi form og útlit; beinn vettlingur án stroffs, með stroffi eða með háum kanti. Útlitið ræðst einnig af því hvaða úrtaka er valin á vettlingatotuna. Bandúrtaka og stjörnuúrtaka mynda rúnnað form á totuna. Fjórföld úrtaka myndar pýramída lagað form. með háum kanti með stroffi með kanti með kanti efri hluti vettlings neðri hluti vettlings tota stroff (brugðingur) fjórföld úrtaka (tekið úr á fjórum stöðum) stjörnuúrtaka (tekið úr á átta stöðum) bandúrtaka (tekið úr á tveimur stöðum) þumall Vettlingahlutar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=