Handbók í textíl

SAUMUR 133 Sniðmerkingar Sniðmerkingar auðvelda vinnuna við að sníða og sauma flík. Merkingar segja til um hvernig leggja á sniðin á efnið og hvernig setja á sniðhlutana saman. Nafn Skýring Þráðrétta Staðsetjið þráðréttu á sniði samsíða jöðrum efnis. Brotbrún Leggið brotalínu á sniði við brotbrún efnis. MF, miðja fram Línan er miðja líkamans að framan. MB, miðja bak Línan er miðja líkamans að aftan (bak og afturendi). Sniðsaumur Saumið tvöfalt og brjótið innávið eða útávið. hafast við Teygið á hinu efnisstykkinu meðan saumað er eða þjappið efninu saman með rykkingaþræði áður en saumað er. teygja á Teygið á efni/um um leið og saumað er. Samsetningamerki Uppklipp = lítið v-laga uppklipp í saumfar Uppklipp = lítið beint uppklipp í saumfar Látið samskonar merki passa saman þegar efnisstykki eru saumuð saman. Felling Leggið saman x og o. Í efnið myndast felling. hnappagat Saumið hnappagat á merktan stað. staðsetning fyrir tölu/hnapp Saumið tölu/hnapp í á merktan stað. Sniðmerkingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=