Handbók í textíl

186 Teygjuefni Teygjuefni eru yfirleitt prjónuð. Teygjuefni eru nefnd ýmsum nöfnum. Ef blandað er smávegis af elestan (lycra) í prjónaefni þá teygist efnið á alla vegu og hentar sérstaklega vel í líkamsræktarföt og sundfatnað. Lycra gefur einnig ofnum efnum teygjanleika. Snið Snið sem ætluð eru fyrir teygjuefni eru yfirleitt þrengri en önnur snið. Ef sniðið er mjög þröngt geta málin á sjálfu sniðinu verið töluvert þrengri en líkamsmálin. Snið fyrir teygjuefni eru vanalega ekki með sniðsaumum og öðrum ónauðsynlegum smáatriðum. Þess vegna er ekki nægt að nota snið sem ætlað er fyrir teygjuefni ef sauma á úr ofnu efni. Í leiðbeiningum sem fylgja sniðum er tekið fram hvaða efni henta fyrir sniðið. Sníða Á prjónaefnum rúllast kantar auðveldlega upp. Til að auðvelda sníðingu er hentugt að líma niður efniskanta á sníðaborð með límbandi. Leggið sniðið á efni, venjulega tvöfalt eftir endilöngu. Þráðréttulínur á sniðhlutum eiga að liggja samsíða jöðrum og pílur á línu í sömu átt og vend (loð) í efni. Mikilvægt er að huga að þráðréttu þannig að efni teygist í þá átt sem áætlað er. Bætið við 1 cm í saumför og 3 cm í falda. Merkið samsetningamerki með krítarpenna eða örlitlum uppklippum í saumför. RA SNIÐ SNIÐ víxlsaumur = sikk sakk lokusaumur = overlock varpsaumur = overlock straulím = flísilín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=