Handbók í textíl

75 ÚTSAUMUR Útsaumur í saumavél Saumavélin gefur marga möguleika ef lögð er áhersla á að nota hana á margbreytilegan hátt. Með einungis beinum saumi er hægt að skapa áhugaverð form, línur og áferð. Á sama hátt má leika með mismunandi lengd og breidd á víxlsporum og með skrautsaumum sem saumavélin býður upp á eru möguleikarnir óendanlegir. Forðast ber þó að nýta allar tegundir af saumum í einu og sama verkinu. Fyrir útsaum í vél hentar að nota þéttofið og fremur stíft efni því annars getur efnið dregist saman þegar saumað er mörgum sinnum í það. Ef þörf krefur, t.d. ef efnið er of þunnt, er hægt að strauja flísilín á rönguna á efninu og jafnvel fleiri lög en eitt. Saumað er með venjulegum tvinna eða sérstökum útsaumstvinna fyrir saumavélar. Útsaumstvinnar glansa fallega og mikið úrval af litum að velja á milli. Útsaumstvinni er eingöngu notaður sem yfirtvinni. Við útsaum í vél er hægt að nota venjulegar saumavélar. Sérstakir saumavélafætur eru til fyrir útsaum en einnig er hægt að nota venjulega saumavélafætur. Beinsaumur Með beinsaumi er hægt að „teikna“ mynd með mjóum línum á yfirborði efnis. Með því að sauma marga beina sauma hvern ofan á annan eða hlið við hlið er hægt að fá fram meira áberandi og lifandi línur. Ef saumað er með tvöfaldri nál verður útkoman tvær samsíða línur sem myndast á sama tíma. Beinir saumar geta líka myndað línur á milli kanta. Einnig er hægt að fylla í form með þéttum beinsaumi. Víxlsaumur og skrautsaumar Víxlsaumur getur verið breytilegur eftir því hvort hann er breiður eða mjór, gleiður eða þéttur. Þéttur víxlsaumur er notaður meðfram köntum forma við ásaum. Víxlsaum má einnig nota til að festa niður mismunandi garn eða snúrur. Mikilvægt er að prófa sig áfram og nota hugmyndaflugið. Ef sóst er eftir því að sporin séu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=