Handbók í textíl

81 ÚTSAUMUR 1. Sníðið tvo jafnstóra ferninga (t.d. 20 x 20 cm) sinn í hvorum efnislitnum. ✄ ✄ ✄ ✄ 8 st. 4 st. 4 st. ✄ RA RA RÉ Hraðsaumur á þríhyrningum 2. Teiknið strik á rönguna á öðru efnisstykkinu með vel ydduðum blýanti og út frá miðju, þvert, langsum og síðan á ská út í öll hornin. 3. Leggið ferningana hvorn ofan á annan með réttur saman og nælið saman með nokkrum títuprjónum. Saumið báðum megin við teiknuðu línurnar fyrir miðju – þvert og langsum. Beinsaumið með stuttum sporum. 4. Klippið í sundur eftir merktum línum. 5. Opnið hvern hluta, sem mynda nú ferninga, sem búnir eru til úr tveimur þríhyrningum, sínum í hvorum lit. Strauið saumför að dekkri lit. 6. Á teikningu sést hvernig hægt er að búa til stjörnulaga munstur með því að nota þessi átta stykki og bæta við fjórum jafnstórum ferningum sínum í hverjum lit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=