Handbók í textíl

12 Val á garni og prjónum Garn er búið til úr trefjum sem spunnar eru saman í þráð. Þræðir eru síðan tvinnaðir saman til að auka togstyrk garnsins. Útlit og eiginleikar á garni getur verið breytilegt með því að tvinna þræðina á mismunandi vegu og ef ólíkir þræðir eru tvinnaðir saman. Garn sem hentar til að prjóna úr er aðallega úr ull, bómull og gervitrefjum. Ull og bómull eru náttúrutrefjar. Pólýester, pólýamíd og pólýakrýl eru gervitrefjar. Þegar blandað er saman náttúru- og gervitrefjum næst fram blandað garn. Gervigarn og garnblanda eru ódýrari í framleiðslu en til dæmis hreint ullargarn. Í verslunum er garn annaðhvort selt í hespum eða hnotum (dokkum). Þyngd á hespum er oftast 100g og hnotu 50g eða 100g. Utan um hespuna og hnotuna er vörumiði þar sem finna má allar upplýsingar um garnið. Prjónastærð er valin í samræmi við grófleikann á garninu. Því grófara garn því grófari prjónar. Á vörumiðanum er mælt með prjónastærð. Mikilvægt er að gera prjónfestuprufu og prófa sig áfram með prjónið og garnið. Ef prjónað er of laust þá er notuð prjónastærð sem er t.d. hálfu númeri minni en gefin er upp á miðanum. Ef prjónað er of fast þá borgar sig að nota grófari prjóna en þannig verður flíkin eftirgefanleg og loftar vel. Ullargarn Helstu eiginleikar ullargarns er að það dregur í sig raka og er hlýtt. Á veturna eru ullarsokkar því hlýir fyrir fætur í stígvélum, kulda- og skíðaskóm. Aftur á móti er óblandað ullargarn ekki slitsterkt og þolir illa núning og geta því göt myndast á sokkahælum eða olnbogum á peysum. Auk þess geta ullarflíkur þófnað í heitu vatni, við núning og notkun. Ullarflík er þvegin í höndum upp úr volgu vatni (30°) eða á sérstöku ullarþvottakerfi. Ef garnið er merkt Superwash/Vélþvæg ull er það meðhöndlað þannig að ullin þoli þvott í þvottavél. Prjónaða flík á aldrei að setja í þurrkara vegna þess að hitinn þæfir ullina og flíkin skreppur saman. Hrein ný ull Vélþvæg ull REN NY ULL Maskintvättbar Ren Ny Ull

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=