Handbók í textíl

30 Frágangur á prjónverki Að gufupressa prjón Leggið prjónastykkið á straubretti, færið straujárnið rólega yfir og rétt fyrir ofan þannig að gufan leiki um stykkið. Þrýstið ekki straujárninu niður, annars verður prjónið flatt og loftlaust. Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum á vörumiðanum á garninu um hvaða hita og gufu garnið þolir. Hæfilegur hiti fyrir ullarafurðir er 150°C en gervitrefjar þola eingöngu 110 °C. Munið að nota rakt pressustykki við gufupressun á prjóni. Að strekkja prjónverk Í stað þess að gufupressa prjónverk er hægt að forma og slétta úr prjónastykkjum á sléttu undirlagi sem hægt er að stinga títuprjónum í. 1. Spennið prjónastykki á undirlagið í það form sem óskað er og festið niður með títuprjónum. Ef prjónið er mjög ójafnt er mögulegt að dýfa því fyrst í volgt vatn með mýkingarefni og kreista vatnið úr (ekki vinda) áður en það er spennt á undirlagið. 2. Leggið rakt pressustykki yfir. 3. Leggið nokkur notuð dagblöð ofan á til að þyngja og þrýsta niður auk þess sem þau draga til sín raka. 4. Þegar pressustykkið er þornað eru prjónastykkin líka þornuð og slétt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=