Handbók í textíl

104 Efni og áhöld – öryggisnæla til að festa verkið við hné á buxum – perlugarn, árórugarn eða þunnt bómullargarn Vinabönd 1. Klippið 4-7 jafnlöng bönd. Böndin eiga að vera um 10 sinnum lengri en áætluð tilbúin lengd + 20 cm til að festa böndin. 2. Hnýtið saman böndin 10 cm frá endum og festið hnútinn með öryggisnælu við hné á buxum. 6. Haldið áfram að hnýta þar til vinabandið hefur náð áætlaðri lengd. Hnýtið hnút á böndin eins og í byrjun. Fléttið endana sitt hvoru megin og hnýtið hnút á endana í lokin. 5. Umferð er lokið þegar hnýtt hefur verið um síðasta bandið til hægri. Ný umferð byrjar alltaf með fyrsta bandi vinstra megin. Hvert band er því í hlutverki hnýtubands. 3. Haldið böndunum strekktum og notið bandið lengst til vinstri til að hnýta tvo hálfhnúta í næsta band. 4. Haldið áfram með sama vinstra bandið og hnýtið tvo hálfhnúta um næsta band.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=