Handbók í textíl

118 Að undirbúa garnið fyrir litun Notuð eru ýmis efni, t.d. alún, til að hjálpa garninu við að draga í sig litinn frá jurtunum. Hjálparefni við litun og áhrif þeirra Hjálparefni Áhrif á litinn Magn Alún breytir ekki litnum 20 g/100 g garn Koparvítríól gefur græna litatóna 10 g/100 g garn Járnvítríól gerir litinn dekkri 15 g/100 g garn 1. Hitið vatn í stórum potti. 2. Mælið hjálparefnið í skál og blandið smávegis af vatni saman við. 3. Hellið hjálparefninu í pottinn. Garnið og litir Plöntum er gjarnan safnað fyrri hluta sumars þegar þær eru í sem mestum vexti. Laufblöðum er safnað á vorin og sumrin áður en plöntur eða tré blómgast og blóm eru tínd á blómsturtíma. Fjölmargar plöntur gefa lit eins og áður er nefnt og er spennandi að prufa sig áfram með litunina. Í nánasta umhverfi er helst að finna birkilauf sem og önnur trjálauf, fíflablóm, rabarbara og lauf hans, laukhýði, rauðrófusafa og berjasafa svo eitthvað sé nefnt. Litatónar í garni sem litað er með náttúrulegum litarefnum fara almennt vel saman. Einfaldast er að lita ullargarn vegna þess að ullin hefur þann eiginleika að draga vel í sig vætu. Hentugast er að jurtalita hvítt eða ljósgrátt garn vegna þess að jurtaliturinn sést best á ljósu garni. Litið garnið í litlum hespum. Hnýtið laust utan um hespurnar með bómullargarni og búið til eina langa lykkju. Hengið löngu lykkjuna (hespuna) á prik og dýfið garninu í litunarbaðið og hreyfið við garninu á meðan litað er. Hjálparefnin geta valdið ertingu í augum, húð og öndunarfærum. Notið hanska og gætið að því að hafa góða loftræstingu þegar efnin eru notuð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=