Menntun til sjálfbærni

Guðrún Schmidt MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI Handbók fyrir kennara

Menntun til sjálfbærni 2 Til ykkar, elsku kennarar, sem helgið starf ykkar og hugsjónir því að mennta næstu kynslóð, hjálpa henni að finna sína drauma og móta framtíð mannkyns, oft í erfiðum aðstæðum. Þið eigið mikla viðurkenningu skilið fyrir ykkar starf.

Menntun til sjálfbærni 3 EFNISYFIRLIT FYLGT ÚR HLAÐI 5 1. KAFLI – KENNARAR Á TÍMUM HNATT- RÆNNA OG FLÓKINNA ÁSKORANA 7 1.1 ÁKALL SAMTÍMANS . . . . . . . . . . 7 1.2 MIKLAR KRÖFUR OG VÆNTINGAR TIL MENNTASTOFNANA . . . . . . . . 9 1.3 TILMÆLI ÚR ALÞJÓÐLEGUM SAMNINGUM TIL MENNTASTOFNANA . . 11 2. KAFLI – MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI – FRÆÐILEGUR GRUNNUR 15 2.1 INNGANGUR . . . . . . . . . . . . 15 2.2 UMBREYTING HUGA OG HEGÐUNAR – SKILGREINING OG MARKMIÐ MENNTUNAR TIL SJÁLFBÆRNI . . . . . 16 2.3 ALÞJÓÐLEG TILMÆLI OG TENGINGIN VIÐ HEIMSMARKMIÐIN . . . . . . . . 23 2.4 ÍSLENSK TILMÆLI OG TENGINGIN VIÐ AÐALNÁMSKRÁ . . . . . . . . . 28 2.5 UMHVERFISMENNT OG MENNTUN TILSJÁLFBÆRNI . . . . . . . . . . 31 2.6 KENNSLUFRÆÐIN . . . . . . . . . . 36 2.7 MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI – AÐ HUGSA SAMLÍF MANNA Á JÖRÐINNI UPPÁNÝTT.. .. .. .. .. .. 62 3. KAFLI – MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI – Í SKÓLASTOFUNNI 64 3.1 INNGANGUR . . . . . . . . . . . . 64 3.2 GRÆNFÁNAVERKEFNIÐ . . . . . . . . 64 3.3 AÐRAR STEFNUR Í SKÓLUM . . . . . . 67 3.4 UPPBYGGING KENNSLUNNAR UM MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI . . . . . . 68 3.5 ÚR UMHVERFISKVÍÐA Í AÐGERÐIR . . . 91 3.6 NYTSAMLEGAR VEFSÍÐUR, NÁMSEFNI, VERKEFNI OG AÐRAR UPPLÝSINGAR . . 95 3.7 HEIMILDIR OG ÍTAREFNI FYRIR KAFLA2OG3.. .. .. .. .. ..98 4. KAFLI – LEIÐ TIL FRAMTÍÐAR – SJÁLFBÆR ÞRÓUN OG HEIMSMARKMIÐ 102 4.1 INNGANGUR . . . . . . . . . . . . 102 4.2 SAGA OG SKILGREINING . . . . . . . 102 4.3 GRUNNSTOÐIR OG EINKENNI SJÁLFBÆRRAR ÞRÓUNAR . . . . . . 105 4.4 FRAMKVÆMD OG ÚTFÆRSLUR – HEIMSMARKMIÐIN . . . . . . . . . 108 4.5 VISTSPOR, KOLEFNISSPOR OGHANDAFAR.. .. .. .. .. .113 4.6 HAGKERFI, HNATTVÆÐING OG SJÁLFBÆR ÞRÓUN . . . . . . . . 118 4.7 LÍFSGILDI OG HAMINGJA . . . . . . . 130 4.8 HEIMILDIR OG ÍTAREFNI . . . . . . . . 133 5. KAFLI – ÓGNIR SEM STEÐJA AÐ OKKUR – LOFTSLAGSVÁ OG HNIGNUN LÍFFRÆÐILEGRAR FJÖLBREYTNI 136 5.1 INNGANGUR . . . . . . . . . . . . 136 5.2 INNGRIP MANNSINS HEFUR AFLEIÐINGAR – KOLEFNISHRINGRÁS OG GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN . . . . . . . .137 5.3 AUKNING GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA OG AFLEIÐINGAR ÞESS . . . . . . . . . 141 5.4 HVAÐ ER VERIÐ AÐ LOFA AÐ GERA – PARÍSARSAMKOMULAGIÐ 146 5.5 FRAMTÍÐARSVIÐSMYNDIR . . . . . . 149 5.6 MISMIKIL ÁBYRGÐ Á LOSUN . . . . . . 151 5.7 TENGING LOFTSLAGSMÁLA VIÐ OKKAR DAGLEGA LÍF OG VIÐ ÖLL HEIMSMARKMIÐIN . . . . . . . . . 158 5.8 LOFTSLAGSRÉTTLÆTI 160 5.9 LÍFFRÆÐILEG FJÖLBREYTNI . . . . . . 163 5.10 AÐ KREFJAST UMBREYTINGAR – ÁHRIFAMIKLAR RADDIR UM ALLAN HEIM 171 5.11 HEIMILDIR OG ÍTAREFNI . . . . . . . . 174 6. KAFLI – AÐGERÐIR STRAX – ÞAÐ SEM VIÐ VERÐUM AÐ GERA 177 6.1 FRAMTÍÐARSÝN . . . . . . . . . . . 177 6.2 AÐGERÐIR . . . . . . . . . . . . . 179 6.3 HEIMILDIR OG ÍTAREFNI . . . . . . . 188 7. KAFLI – LOKAHVATNING 189

ÞAKKIR Ég var svo lánsöm að fá aðstoð frá ýmsu góðu og fróðu fólki, þar sem það er ekki eins manns verk að skrifa svona bók. Sérstakar þakkir fær Katrín Magnúsdóttir fyrir innblástur, hugmyndavinnu, yfirlestur og góðar ábendingar. Samstarfskonur mínar, þær Sigurlaug Arnardóttir, Ósk Kristinsdóttir, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir fá bestu þakkir fyrir yfirlestur á völdum köflum, innblástur og góðar ábendingar. Andrea Anna Guðjónsdóttir fær bestu þakkir fyrir góðar ábendingar og stuðning. Auði Önnu Magnúsdóttur, Brynhildi Bjarnadóttur, Finni Ricart Andrasyni, Ásthildi Björgu Jónsdóttur, Marey Allyson Macdonald og Tuma Tómassyni færi ég bestu þakkir fyrir yfirlestur og góðar ábendingar á völdum köflum. Ég þakka Árna Friðrikssyni kærlega fyrir yfirlestur, stuðning og umburðarlyndi meðan á gerð bókarinnar stóð. Ara Ólafssyni þakka ég fyrir gott spjall og gagnlegar ábendingar. Menntamálastofnun fær bestu þakkir fyrir útgáfu á bókinni auk vinnuna við ritstjórn, yfirlestur og hönnun. Sérstaklega vil ég þakka Andra Má Sigurðssyni, ritstjóra fyrir gott samstarf. Björg Vilhjálmsdóttir fær bestu þakkir fyrir listræna uppsetningu og útlit bókarinnar. Nemendum og starfsmönnum skóla sem hafa prófað ýmis verkefni og gefið mér innblástur, dýrmæta reynslu og góðar ábendingar færi ég mínar bestu þakkir. Ég þakka Landvernd kærlega fyrir tækifærið og traustið og þakka auk þess fyrir veittan stuðning á ritunartíma bókarinnar. Auk Landverndar og Menntamálastofnunar, var gerð bókarinnar styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og af verkefninu “Menntun til sjálfbærni” sem stýrt er af Rannís og fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Menntun til sjálfbærni 4

Menntun til sjálfbærni 5 Kennarastarfið er í senn gefandi og krefjandi. Það þarf að undirbúa næstu kynslóð fyrir áskoranir framtíðar með tilliti til fortíðar og nútíðar. Áskoranir sem hver kynslóð þarf að glíma við eru misjafnar og kennslan þarf að taka mið af þeim og er í stöðugri þróun og breytingum háð. Þær áskoranir sem blasa við núna á borð við loftslagsvá, tap á líffræðilegri fjölbreytni og að framfylgja sjálfbærri þróun, eru af stærðargráðu sem varla hefur þekkst áður þar sem þær snerta allt líf á Jörðinni og afkomu mannkyns. Málin eru yfirþyrmandi, flókin og ógnvekjandi. Til þess að mæta þessum nýja raunveruleika og kröfum til menntakerfisins hefur menntun til sjálfbærni (einnig kallað sjálfbærnimenntun) verið þróuð bæði á alþjóðlegum vettvangi og innanlands sem kennslufræðileg nálgun að þessum stóru og mikilvægu viðfangsefnum mannkyns og til að efla getu einstaklinga til aðgerða. Á Íslandi hefur menntun til sjálfbærni verið fléttuð inn í aðalnámskrá fyrir öll skólastig m.a. með þessum sex grunnþáttum menntunar þar sem sjálfbærni er einn þáttanna. Þetta er mjög mikilvægt. En kennarar vita manna best að aðalnámskráin ein og sér dugar ekki til að koma ákvæðum hennar í framkvæmd heldur gerist raunveruleg þróun í skólastarfi, aðallega í gegnum kennara, skólastjórnendur og einnig nemendur. Mikilvægt er að kennarar fái markvissa og faglega aðstoð, hvatningu og stuðning en líka tíma og svigrúm til að auka eigin þekkingu og hæfni. Bókin er skrifuð fyrir kennara unglingastigs grunnskóla og framhaldsskóla en kennarar yngri nemenda geta einnig haft gagn af þó að efnið og verkefnin séu skrifuð með eldri nemendur í huga. Tilgangur þessarar handbókar er þríþættur: 1. Að gefa yfirlit yfir kennslufræðilega nálgun í menntun til sjálfbærni, 2. Að veita kennurum hagnýt ráð um framkvæmd kennslu í anda menntunar til sjálfbærni og dæmi um verkefni, 3. Að fjalla um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni á mannamáli. Megi þessi handbók styðja og hvetja kennara í að efla menntun til sjálfbærni og þannig um leið við kennslu á þessum mikilvægustu áskorunum nútímans og framtíðar. FYLGT ÚR HLAÐI Loftslagsvá er sú hætta sem stafar af loftslagsbreytingum. Önnur orð sem eru oft notuð samhliða eru loftslagsbreytingar af mannavöldum (þær breytingar á loftslagi sem losun gróðurhúsalofttegunda er að valda), loftslagshamfarir (þær hamfarir eða neikvæð áhrif sem verða vegna loftslagsbreytinga) og hamfarahlynun (sem vísar aðallega í ein af mörgum birtingarmyndum loftslagsbreytinga sem er hlýnun loftslags). Líffræðileg fjölbreytni, einning nefnd lífbreytileiki eða líffræðilegur fjölbreytileiki, nær yfir breytileika innan tegunda, milli tegunda og þeirra vistkerfa sem þessar lífverur mynda og eru hluti af, á landi, í sjó og ferskvatni. Náttúra til framtíðar. Sjálfbær þróun Þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. (Alþjóðleg skýring frá SÞ).

Menntun til sjálfbærni 6 NOKKUR ORÐ UM UPPBYGGINGU OG INNIHALD BÓKARINNAR Aðalviðfangsefni bókarinnar er menntun til sjálfbærni og snúast fyrstu þrír kaflarnir aðallega um það. Til þess að veita einnig mikilvægan grunn til að skilja brýna merkingu og umfang menntunar til sjálfbærni er síðan í köflum 4–6 fjallað um sjálfbæra þróun, loftslagsmálin, líffræðilega fjölbreytni og aðgerðir sem mannkynið þarf að fara í. Bókin er skrifuð með vestræn lönd í huga. Hver kafli er skrifaður þannig að hann standi fyrir sig. Því nýtist bókin einnig sem uppflettirit, þar sem áhugasamir geta valið sér viðfangsefni til að kynna sér hverju sinni. Í lok hvers kafla er stutt samantekt til að leggja áherslu á helstu atriðin. Menntun til sjálfbærni á að undirbúa nemendur til að bregðast við áskorunum samtímans og framtíðarinnar á valdeflandi og skapandi hátt. Markmið menntunar til sjálfbærni er að auka og efla gildi, hæfni og getu einstaklinga til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Til eru ýmsar skilgreiningar á menntun til sjálfbærni, grunnurinn er nokkuð skýr en áherslur og útfærslur geta verið mismunandi. Í þessari bók er byggt á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Bókin er í takt við skilgreiningu aðalnámskrár hérlendis og þá reynslu sem fengist hefur m.a. af Grænfánaverkefninu, sem hefur verið viðurkennt sem aðalinnleiðingartæki fyrir menntun til sjálfbærni af UNESCO (Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna). Menntun til sjálfbærni er í stöðugri þróun. Áherslur bókarinnar eru að taka það helsta saman um núverandi og opinbera alþjóðlega og innlenda skilgreiningu, stöðu og stefnu á menntun til sjálfbærni. Þetta er hvergi tæmandi umfjöllun og byggjast þessar áherslur og framsetningin að sjálfsögðu einnig á skilningi, reynslu og túlkun höfundar á málefninu. Lesandinn er hvattur til sjálfstæðrar og gagnrýninnar hugsunar um innihald handbókarinnar og til að taka virkan þátt í að þróa menntun til sjálfbærni áfram í daglegu skólastarfi. Það er mín von að bókin veiti hagnýta þekkingu á menntun til sjálfbærni, ýti við gagnrýnum spurningum, svörum og umræðum, hvetji og hjálpi kennurum að þróa áfram menntun til sjálfbærni í skólastofunni með nemendur og framtíð okkar allra í brennidepli. Guðrún Schmidt Egilsstöðum, á haustdögum 2022 Þó þetta rit sé birt haustið 2023 þá kláruðust handritsskrifin haustið 2022 og miðast efnistök, töflur og myndir við þann tíma.

1. KAFLI Kennarar á tímum hnattrænna og flókinna áskorana 7 1. KAFLI KENNARAR Á TÍMUM HNATTRÆNNA OG FLÓKINNA ÁSKORANA 1.1 ÁKALL SAMTÍMANS Starf kennara er meðal mikilvægustu starfa þjóðfélagsins. Hlutverk kennara spannar vítt svið eins og kennslu, uppeldi, ráðgjöf og þróunarstarf. Kröfur sem eru gerðar til kennara eru því margvíslegar. Þeir þurfa ekki einungis að hafa góða þekkingu á málefnum kennslunnar heldur búa yfir ýmiss konar hæfni og jákvæðum eiginleikum til þess að stuðla m.a. að umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegum vinnubrögðum og menntun nemenda á einstaklingsmiðaðan hátt við fjölbreyttar og krefjandi aðstæður. Almenn menntun á að stuðla að aukinni hæfni einstaklings til að takast á við áskoranir daglegs lífs og að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Þegar mannkynið stendur frammi fyrir svona stórum og flóknum áskorunum á borð við loftslagsvána, tap á líffræðilegri fjölbreytni og að framfylgja sjálfbærri þróun blasir við ný staða hjá kennurum af áður óþekktri stærð og vægi sem þeir þurfa að vinna með. Góðir og vel upplýstir kennarar eru gulls ígildi og geta jafnvel verið lykillinn að lausnum á þessum stóru vandamálum. Menntun verður að laga sig að áskorunum hvers tíma til þess að gera kennurum kleift að mennta upplýsta einstaklinga sem búa yfir getu til aðgerða og hafa tæki og tól til að fást við áskoranir samtímans. Mikið þróunarstarf hefur átt sér stað bæði á alþjóðlegum og innlendum vettvangi til að svara þessu ákalli m.a. með þróun á menntun til sjálfbærni. Kennarar eru lykilaðilar að því að raungera þessa mikilvægu þróun í daglegri kennslu. Menntun er öflugasta vopnið sem við getum notað til að breyta heiminum – NELSON MANDELA –

1. KAFLI Kennarar á tímum hnattrænna og flókinna áskorana 8 Risastórt, aðkallandi, flókið, hnattrænt og ógnandi málefni Í skólum er framtíðin, kynslóðin sem mun taka við þegar fram líða stundir. Framtíðin er eins og alltaf óskrifað blað nema að núna vitum við að framtíð mannkyns á Jörðinni er í hættu vegna loftslagsbreytinga og alvarlegrar hnignunar vistkerfa. Og það erum við sjálf, mannkynið, sem erum ógnvaldurinn að eigin framtíð. Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað í samfélögum okkar ef við ætlum að ná að leiðrétta þessa stefnu og bjarga mannkyninu, sem og öllum hinum lífverunum sem við deilum Jörðinni með, fyrir horn. En hingað til virðumst við vera föst í viðjum vanans og höldum áfram óbreytt eins og ekkert væri. Tíminn er naumur og á meðan við, núverandi kynslóð fullorðinna, ræðum um nauðsynlegar breytingar frekar en að framkvæma þær, þurfum við að mennta nýja kynslóð á þann hátt að hún verði í stakk búin að finna nýjar leiðir, nýtt kerfi, nýja hugsun, nýjar stefnur og lausnir. Ekki síður hvernig mannkynið getur aðlagast og glímt við þær afleiðingar loftslagsbreytinga sem ekki er lengur hægt að afstýra. Menntun nýrrar kynslóðar getur því verið með mikilvægari tækifærum þess að mannkyninu takist að finna leið úr þessum ógöngum sem það er búið að koma sér í. Áskoranirnar sem við verðum að takast á við eru flóknar, málin eru samofin og krefjast þverfaglegrar og heildstæðrar hugsunar. Vandamálin snerta heiminn allan, loftslagsbreytingar og tap á líffræðilegri fjölbreytni virða ekki manngerð landamæri. Vegna þess og vegna hnattvæðingar dugar ekki að hugsa einungis um málefnin í samhengi eigin lands eða svæðis heldur þurfum við að tileinka okkur hnattræna vitund eða alheimsvitund. Eins þurfum við að skilgreina okkur aftur sem hluta af náttúrunni og ekki bara á grunni þekkingar heldur einnig tilfinningalega, við verðum að staðsetja okkur sjálf aftur innan náttúrunnar. Mannkynið hefur enn þá ekki tekist á við málefnið og farið í róttækar breytingar Kröfur um róttækar breytingar í samfélögum okkar koma úr virtum og viðurkenndum áttum eins og frá bestu vísindamönnum heims og frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Við vitum í grófum dráttum hvað þarf að gera en virðumst ekki finna leiðina þangað auk þess að okkur skortir kjark og þor til að taka á málunum. Stóru ákvarðanirnar liggja í höndum stjórnmálafólks, fjármagnseigenda og eigenda og stjórnenda stærstu fyrirtækja um allan heim. Auk þess hefur hver og einn ýmsa möguleika til að stuðla að nauðsynlegum breytingum hvort sem er í daglegu lífi eða með því að hafa áhrif og þá m.a. á stjórnmálafólk. Hnattræna vitund eða alheimsvitund er vitund um innbyrðis tengsl fólks, samfélaga, hagkerfa og náttúrunnar um allan heim. Hún leggur áherslu á ábyrgð og áhrif einstaklinga, samfélaga, fyrirtækja og ríkja í þágu allra samfélaga, ekki bara þeirra eigin.

1. KAFLI Kennarar á tímum hnattrænna og flókinna áskorana 9 1.2 MIKLAR KRÖFUR OG VÆNTINGAR TIL MENNTASTOFNANA Það hefur verið sannreynt með rannsóknum í umhverfisfélagsfræði að aukin umhverfisvitund er mjög mikilvægur grunnur en leiðir samt bara lítillega til umhverfisvænni lifnaðarhátta. Þeir sem lifa á umhverfisvænni hátt leggja oft meiri áherslu á önnur gildi en veraldleg gæði og efnishyggju. Þessar niðurstöður gefa okkur ýmis skilaboð m.a. um ákveðin markmið með menntun framtíðarkynslóða, um menntun sem lykilþátt til að stuðla að sjálfbærri þróun. Kennsluaðferðir eiga að vera í sífelldri þróun og menntun í dag verður að vera í takt við tímann og svara nútímaáskorunum sem einkenna kennarastarfið á hverjum tíma. Hér á eftir er vikið stuttlega að nokkrum mikilvægum þáttum í þessu tilliti. Þverfagleiki: Ástandið í heiminum gerir ýmsar kröfur um breytingar í menntun. Til þess að skilja sjálfbæra þróun, heimsmarkmiðin og loftslagsmálin verðum við að hugsa þverfaglega og heildstætt. Það þarf að skoða og skilja allt í samhengi. Þetta getur verið flókin staða fyrir kynslóð sem ólst upp við það að búta niður efni eftir fögum þannig að við höfum stundum misst fókusinn á það að eitt hefur áhrif á annað og hvernig málin eru samtvinnuð. Og núna eigum við að kenna nýrri kynslóð að sjá allt samhengið sem við erum næstum því búin að týna. Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig allt er samofið og gefa leiðarljósið sem við þurfum á að halda. Nánar í kafla 2.6.2. Efling á hæfni: Áherslan í menntun hjá okkar kynslóð var að afla þekkingar. Menntun í dag á auk þekkingaröflunar að auka hæfni nemenda á hinum ýmsu sviðum og gerir þar með kröfur um aðrar og fjölbreyttari kennsluaðferðir. Nánar á bls 17–19. Nýstárlegar kennsluaðferðir: Til þess að efla hæfni nemenda og fara út fyrir þann ramma að leggja aðallega áherslu á þekkingaröflun þarf að nota aðrar kennsluaðferðir en þær að kennarinn segi frá og útskýri ýmis mál. Aðferðirnar þurfa m.a. að vera þátttökuhvetjandi, uppbyggjandi, lausnamiðaðar og nýstárlegar. Nánar í kafla 2.6.2. Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig allt er samofið og gefa leiðarljósið sem við þurfum á að halda.

1. KAFLI Kennarar á tímum hnattrænna og flókinna áskorana 10 Hlutverk kennara: Kennarinn á ekki lengur að vera aðalmiðill að þekkingaröflun heldur á hann frekar að vera leiðtogi eða verkstjóri í þekkingarleit nemenda. Ekki lengur bílstjóri, heldur hvetjandi ferðafélagi. Kennarinn á heldur ekki að gera þær kröfur til sín að vera sérfræðingur á öllum sviðum sjálfbærrar þróunar og loftslagsmála en með því að beita leitarnámi og þátttökunálgun (nánar í kafla 2.6.1) leiðir hann nemendur í að skilja málin, beita gagnrýninni hugsun, koma auga á rót vandamála og finna lausnir. Þessi afstaða ætti að minnka hugsanlegar áhyggjur kennara um að geta ekki svarað öllum spurningum um þessi flóknu og þverfaglegu mál. Nánar í kafla 2.6. og 3.4.4. Ádeila á ráðandi kynslóð: Það er þversagnakennt að kynslóðin sem er hluti af núverandi kerfi og lífstíl, kerfi og lífstíl sem á drjúgan þátt í rót vandans, eigi að kenna nýrri kynslóð að gera betur og haga sér öðruvísi. Þar með verðum við að viðurkenna að við séum þátttakendur í samfélagsgerð sem er ekki sjálfbær, við verðum að taka okkur á og reyna að verða betri fyrirmyndir. Við megum ekki setja alla von okkar á næstu kynslóðir, heldur berum við ábyrgð. Að kenna nýrri kynslóð getur þar með líka verið mikilvægt tækifæri til að bæta eigið líf með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stjórnmálaleg ádeila: Staða loftslagsmála er skýr meðal vísindafólks og ætti því ekki að vera deilumál. Þó jafnframt sé vitað í grófum dráttum hvað þarf að gera, eru leiðir þangað hins vegar umdeildar og pólitískar. Því miður er skilningur margra á lífheiminum, sjálfbærri þróun og samhengi málefna lítill og þá er sérstaklega orðið sjálfbærni oft misskilið og misnotað. Áskorun kennara er hér m.a. að kenna þessi málefni á þann hátt að nemendur hugsi sjálfstætt og gagnrýnið og komi auga á lausnir án þess að kennarinn taki pólítíska afstöðu sjálfur. Nýjar kennsluaðferðir í gegnum menntun til sjálfbærni og umbreytandi nám eru lykillinn að því. Kennarinn á heldur ekki að gera þær kröfur til sín að vera sérfræðingur á öllum sviðum sjálfbærrar þróunar og loftslagsmála en með því að beita leitarnámi og þátttökunálgun leiðir hann nemendur í að skilja málin, beita gagnrýninni hugsun, koma auga á rót vandamála og finna lausnir.

1. KAFLI Kennarar á tímum hnattrænna og flókinna áskorana 11 Loftslagskvíði: Staða loftslagsmála, hnignun vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni eru ógnvekjandi. Margir nemendur og kennarar finna í auknum mæli fyrir loftslagskvíða. Þessi kvíði getur valdið því að fólk vill helst setja hausinn í sandinn. Hvernig geta kennarar hvatt sjálfa sig, hver annan og ekki síst nemendur þegar kemur að þessu yfirþyrmandi málefni? Hvernig er hægt að minnka loftslagskvíða? Nánar í kafla 2.6.8. Kennsluaðferðir menntunar til sjálfbærni eiga að efla getu til aðgerða (nánari skilgreining í kafla 2.2). Með því að vera virkur þátttakandi í ýmsum aðgerðum og breytingum er hægt að minnka þennan kvíða, hvetja hvert annað og öðlast aðgerðavilja. Valdefling er mikilvæg þ.e. að finna að hvert og eitt okkar getur haft áhrif og það er hægt að móta framtíðina og umbreyta þeim veruleika sem okkur er gefinn. Kenna þarf staðfasta bjartsýni sem þýðir m.a. að við búum okkur til framtíðarsýn, trúum því að hún geti raungerst, setjum okkur markmið og vinnum skipulega og staðfastlega að því að ná henni, sýnum gott fordæmi og stuðlum að samstöðu og samtakamætti. Á þennan hátt getur menntun til sjálfbærni stuðlað að því að minnka loftslagskvíðann hjá bæði nemendum og kennurum. Nánar er fjallað um þessar kröfur og væntingar til menntastofnana í kafla 2 um menntun til sjálfbærni. 1.3 TILMÆLI ÚR ALÞJÓÐLEGUM SAMNINGUM TIL MENNTASTOFNANA Áskoranir samtímans eru hnattrænar og þær þarf að meðhöndla sem slíkar. Alþjóðasamfélagið reynir að taka á þessum málum sérstaklega í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og með margskonar samningum og stefnum. Hvort sem er í stefnum og samningum um sjálfbæra þróun, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum eða menntun til sjálfbærni þá er menntun alls staðar skilgreind sem eitt af grundvallaratriðum í átt að árangri og er útfærð víða á skýran og hagnýtan hátt. Þessar skilgreiningar miðla ekki einungis mikilvægri þekkingu til kennara heldur líka mikilvægum skilaboðum og hvatningu um að framfylgja þessum skýru tilmælum alþjóðasamfélagsins og styðja við bakið á kennurum. Nánari umfjöllun um tilmæli úr alþjóðlegum samningum verður í næstu köflum handbókarinnar. „Loftslagskvíði er tilfinning sem felur í sér kvíða, áhyggjur eða óvissu vegna loftslagsbreytinga.“ Sjá nánar. Geta til aðgerða er hæfni til að nota á virkan hátt þekkinguna um sjálfbæra þróun og að bera kennsl á vandamál sem koma vegna ósjálfbærar þróunar til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga.

1. KAFLI Kennarar á tímum hnattrænna og flókinna áskorana 12 SAMANTEKT Í þessum kafla er fjallað um mikilvægi og eiginleika kennarastarfsins í ljósi núverandi áskorana mannkyns varðandi loftslagsvá, tap á líffræðilegri fjölbreytni og sjálfbærrar þróunar. Menntun til sjálfbærni hefur verið þróuð bæði á alþjóðlegum og innlendum vettvangi sem svar við þessum áskorunum. Ljóst er að samfélög verða að fara í róttækar breytingar á skömmum tíma og samhliða þarf að mennta nýja kynslóð á þann hátt að hún verði í stakk búin til að finna nýjar leiðir, nýtt kerfi, nýja hugsun, nýjar stefnur og lausnir. Einnig þarf að auka hnattræna vitund. Kröfur til menntastofnana eru miklar. Það þarf að mennta nemendur í þverfaglegri og heildstæðri hugsun og efla ekki einungis þekkingu heldur einnig ýmsa hæfni þeirra. Kennarar eiga að vera leiðtogar eða verkstjórar í þekkingarleit nemenda og nota fjölbreyttar og nýstárlegar kennsluaðferðir. Að kenna um loftslagsmálin og sjálfbæra þróun er um leið gagnrýni á lifnaðarhætti núverandi kynslóða, gagnrýni á okkur sjálf, þannig að allir verða að horfa í eigin barm og reyna sitt besta til að vera góðar fyrirmyndir. Þó að staða loftslagsmála sé skýr vísindalega og vitað hvað þarf að gera eru leiðirnar þangað umdeildar. En með því að leiðbeina nemendum við að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið og koma auga á lausnir þarf kennarinn ekki að taka pólítíska afstöðu sjálfur. Ekki síst er það bæði áskorun og tækifæri fyrir kennara að mennta nemendur sína á þann hátt að hugsanlegur loftslagskvíði muni minnka en efla í staðinn vilja og getu til aðgerða. Ýmis tilmæli um menntun til sjálfbærni til menntastofnana koma frá alþjóðasamfélaginu, sérstaklega í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og með margskonar samningum og stefnum.

1. KAFLI Kennarar á tímum hnattrænna og flókinna áskorana 13 TIL UMHUGSUNAR 1. Hvað hefur verið gert í þínum skóla til þess að undirbúa kennara undir þessar áskoranir í kennslu? 2. Hefur skólinn stefnu í umhverfis- og/eða loftslagsmálum og vinnur hann markvisst eftir stefnunni? 3. Tekur skólinn þinn þátt í Grænfánaverkefninu/Skólar á grænni grein? 4. Telur þú þig hafa næga þekkingu á loftslagsmálum, tapi á líffræðilegri fjölbreytni og sjálfbærri þróun til þess að kenna nemendum? 5. Hefur þú beitt eða kynnt þér menntun til sjálfbærni? 6. Hverjar eru helstu hindranir og hvatar fyrir kennara í þínum skóla til að stunda menntun til sjálfbærni? 7. Er loftslagskvíði algengur meðal nemenda í þínum skóla og hvernig er birtingarmynd hans? 8. Finnur þú fyrir loftslagskvíða? 9. Hefur þú breytt um lífsstíl í átt að sjálfbærri þróun?

1. KAFLI Kennarar á tímum hnattrænna og flókinna áskorana 14 1.4 HEIMILDIR OG ÍTAREFNI Gifford, R. (2011). The Dragons of Inaction: Psychological Barriers That Limit Climate Change Mitigation and Adoption. University of Victoria, American Psychologist, 2011, Vol. 66, No. 4, 290-302. Grunenberg, H. (2011). Umweltsoziologie. (Lehrbuch). Rostock, Zentrum für Qualitätssicherung in Studium und Weiterbildung der Universität Rostock, 2011, 120. Langner, T. (2011) Bildung für nachhaltige Entwicklung. Rostock, Zentrum für Qualitätssicherung in Studium und Weiterbildung der Universität Rostock, 2011, 210. Mennta- og menningarmálaráðuneytið (útg.). (2011 og 2013). Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti 2011, Greinasvið 2013. Reykjavík, Ísland, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2013a, 234. United Nations Educational, Scientific and Cultural Organisation (UNESCO) (útg.). (2014). Roadmap zur Umsetzung des Weltaktionsprogramms „Bildung für nachhaltige Entwicklung.“ Bonn/Þýskaland, Deutsche UNESCO-Kommission e.V., 2014, 39. ISBN: 978-3-940785-69-5. Wilson, C. (á.d). Tackling the big issues in sustainable education – A handbook for teachers on climate change and biodiversity. Landvernd. Óútgefin og ókláruð. Vefefni Hafdís Hanna Ægisdóttir. (2020, október). Umhverfispistill í Samfélaginu á Rás 1. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. (á.d.). Heimsmarkmiðin Kolbrún Þ. Pálsdóttir. (2018, október) Margslungið og skapandi hlutverk kennarans. Vísir. Landvernd (útg.). (á.d.) Hvað er loftslagskvíði? – Allt sem þú þarft að vita og góð ráð. Landvernd. Loftslagsráð (útg.). (á.d.) Hugtök og skilgreiningar. Rannveig Magnúsdóttir. (2022). Náttúra til framtíðar – Námsefni fyrir unglingastig grunnskóla og framhaldsskóla um vistheimt og náttúruvernd. Landvernd og Menntamálastofnun. Stjórnarráð Íslands og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið(útg.). (2020, júní) Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til 2030. Sveinn Atli Gunnarsson. (á.d). Hvað eru loftslagsbreytingar? Loftslag.is. UNESCO (útg.). (2020). Education for sustainable development – a roadmap. UNESCO. UNESCO (útg.). (2014). Global citizenship education – preparing learners for the challenges of the 21st century. UNESCO UNESCO (útg.). (2014). Global citizenship education - Politische Bildung für die Weltgesellschaft. UNESCO.

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 15 2.1 INNGANGUR Sjálfbær þróun, loftslagsmálin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni krefjast svara sem eiga rætur í skilningi okkar á siðferði mannkyns, í eiginleikum, gildum og viðhorfum sem við þurfum að rækta og efla. Til þess að ná fram nauðsynlegum róttækum breytingum innan samfélaga okkar þarf bæði víðtækar stjórnmálalegar aðgerðir og breytingar á okkar eigin hugsunarhætti og athöfnum. Menntun er mikilvægur þáttur til að kalla fram breytingar hjá okkur sjálfum og valdefla okkur til þess að hafa áhrif út á við. Að líta á menntun sem hvata að betri framtíð allra í átt að sjálfbærri þróun er almennt viðurkennt og leiddi m.a. til þróunar á menntun til sjálfbærni bæði á alþjóðlegum og innlendum vettvangi. Til þess að skapa sanngjarnari og friðsælli heim á grunni sjálfbærrar þróunar þurfum við öll meiri þekkingu, færni og gildi sem stuðla að þessu auk meðvitundar um þörfina fyrir slíkum breytingum. Hér gegnir menntun lykilhlutverki. Menntun til sjálfbærni er vegferð í átt að betri framtíð fyrir allar lífverur og þessi vegferð byrjar hér og nú. Kennarar eru áhrifamiklir talsmenn og frumkvöðlar til að þróa og framkvæma menntun til sjálfbærni og gegna þannig lykilhlutverki. Menntun til sjálfbærni er ekki bundin við einstaka greinar eða áfanga heldur tengist aðkomu alls skólasamfélagsins. Markmiðið með þessum kafla er að kennarar geti nýtt hann til að öðlast góðan fræðilegan grunn um menntun til sjálfbærni. Mikil þróun er í menntun til sjálfbærni m.t.t. fenginnar reynslu og vísindalegra rannsókna og er í þessari samantekt reynt að leggja áherslu á opinbera alþjóðlega og innlenda stefnu og nálganir sem nýtist í skólastofunni. Umfjöllunarefnið er hvergi tæmandi og eru lesendur hvattir til að skoða heimildirnar nánar ef þeir vilja kafa dýpra í málefnin. Einhver hagnýt dæmi fylgja í einstökum undirköflum en meira er skrifað um menntun til sjálfbærni í skólastofunni í kafla 3. Kaflar 2 og 3 mynda eina heild. Þú ert aldrei of smár til að geta haft áhrif. GRETA THUNBERG 2. KAFLI MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI – FRÆÐILEGUR GRUNNUR

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 16 2.2 UMBREYTING HUGA OG HEGÐUNAR – SKILGREINING OG MARKMIÐ MENNTUNAR TIL SJÁLFBÆRNI Markmiðið með menntun til sjálfbærni er að auka og efla gildi, hæfni og getu einstaklinga til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Tilgangurinn er umbreyting samfélagsins. Menntun til sjálfbærni er valdeflandi og umbreytandi ferli sem á ekki einungis að hafa áhrif á lífsstíl einstaklinga heldur á hún einnig að efla hvert og eitt okkar til að taka virkan þátt í þeim stóru breytingum sem þurfa að eiga sér stað innan samfélaga, breytingum sem lúta að kerfi, lögum, reglum, samningum og aðgerðamöguleikum. Þannig er eitt af mikilvægustu markmiðum með menntun til sjálfbærni að gera nemendum kleift að taka virkan þátt í mótun nútíðar og framtíðar. Menntun til sjálfbærni styður þróun persónulegrar, aðferðafræðilegrar og félagslegrar færni sem hjálpar nemendum að skynja sinn eigin stað í heiminum og takast á gagnrýninn og skapandi hátt á við flókinn, hnattvæddan heim þar sem mismunandi gildi, stöðug þróun, mótsagnir og óvissa ríkir. Í menntun til sjálfbærni er lögð áhersla á að nálgast viðfangsefnin á heildstæðan hátt og af þverfaglegri víðsýni. Til viðfangsefna tilheyra allar stoðir sjálfbærrar þróunar hvort sem er náttúra, samfélag eða hagkerfi. Þannig má segja að öll viðfangsefni heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eigi erindi í menntun til sjálfbærni og ekki síst samhengið á milli allra heimsmarkmiðanna. Mikil áhersla er lögð á hnattræna vitund og að réttlæti innan og milli kynslóða sé alltaf haft að leiðarljósi. Lykilatriði í menntun til sjálfbærni er að nota þátttöku- hvetjandi, uppbyggjandi, leitandi og nýstárlegar kennslu- aðferðir. Menntun til sjálfbærni hjálpar nemendum við að uppgötva vandamálin og skilja af hverju þau eru til staðar og síðan að finna lausnir og breyta þeim í aðgerðir. Nemendur eiga að læra að taka upplýstar ákvarðanir um það að lifa á ábyrgan hátt gagnvart náttúrunni og í réttlátu samfélagi fyrir núverandi og komandi kynslóðir, með virðingu fyrir menningarlegum fjölbreytileika. Slík menntun byggir á kenningu hugsmíðahyggju þar sem litið er á lærdóm sem virkt samsetningar- og uppbyggingarferli sem á sér stað á grunni eigin aðgerða og reynslu með nána tengingu við eigið líf og umhverfi. Hlutverk kennara er að vera leiðbeinandi og leiðtogi, ekki „bílstjóri“ heldur „hvetjandi ferðafélagi“. Menntun til sjálfbærni er menntun sem stuðlar að sjálfbærri þróun. Valdefling Ferli þar sem einstaklingar (hópar) öðlast innri styrk og sjálfstraust til þess að gera markmið og hagsmuni sína sýnileg, standa fyrir þeim gagnvart öðrum og framfylgja þeim á lýðræðislegan hátt. Umbreytandi nám Ferli þar sem einstaklingar velta fyrir sér eigin gildum og viðhorfum og skoða á gagnrýnin hátt hvaða gildi og gjörðir hafa leitt okkur á ósjálfbæra braut. Umbreytandi nám felur í sér breytingu á skilning á möguleikum okkar í samtíð og fram- tíð og skapandi hugsun um nýjar leiðir, gildi og aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri þróun. Hnattræn vitund er vitund um innbyrðis tengsl fólks, samfélaga, hagkerfa og umhverfis um allan heim. Hún leggur áherslu á ábyrgð og áhrif einstaklinga, samfélaga, fyrirtækja og ríkja í þágu allra samfélaga, ekki bara þeirra eigin.

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 17 Menntun til sjálfbærni miðlar nemendum bæði nauðsyn- legri þekkingu til að skilja sjálfbæra þróun og heimsmark- miðin og eflir ýmsa lykilhæfni til þess að geta tekið virkan þátt sem upplýstir borgarar sem vilja þróa áfram umbreytingu samfélags í átt að sjálfbærri þróun. Þessi hæfni miðar m.a. að því að styrkja einstaklinga til að ígrunda og meta eigin gjörðir með hliðsjón af núverandi og komandi áhrifum á náttúru, samfélag, menningu og efnahag bæði frá staðbundu og hnattrænu sjónarhorni. Einstaklingar eiga að geta brugðist við flóknum aðstæðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og þróað og skapað nýjar hugmyndir og nálganir og tekið virkan þátt í samfélags- legum og stjórnmálalegum ferlum með það að markmiði að færa samfélög sín í átt að sjálfbærri þróun. Ýmis hæfni hefur verið nefnd í þessu samhengi og mismunandi kenningar hafa verið þróaðar en flestar innihalda þó m.a. hæfni til: • virkrar þátttöku, • gagnrýninnar hugsunar, • að skilja flókin viðfangsefni, • þverfaglegrar hugsunar, • samskipta og samvinnu, • lýðræðisþátttöku, • að leysa ágreining og/eða vandamál, • að komast að niðurstöðu um álitamál, • skapandi hugsunar, • samkenndar, • réttlætiskenndar, • að átta sig á eigin ábyrgð. Á alþjóðlegum vettvangi um menntun til sjálfbærni ríkir almenn sátt um að eftirfarandi lykilhæfni sé sérstaklega mikilvæg fyrir árangursríka menntun til sjálfbærni. Hæfni til: • kerfishugsunar, • að hugsa fram í tíma (hæfni til framsýni), • að ígrunda eigin gildi og hegðun (viðmiðunarhæfni), • stefnumótunar, • samvinnu og samkenndar, • gagnrýninnar hugsunar, • sjálfsvitundar, • að leysa ágreining og/eða vandamál.

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 18 Geta til aðgerða: hæfni til að nota á virkan hátt þekkinguna um sjálfbæra þróun og að bera kennsl á vandamál sem ósjálfbær þróun veldur til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Að efla alla þessa lykilhæfni er síðan grundvöllur þess að nemendur geti öðlast getu til aðgerða. Segja má að hún sé aðalmarkmiðið og lykilhugtak í menntun til sjálfbærni. Í stuttu og einföldu máli er geta til aðgerða hæfni til að nota á virkan hátt þekkinguna um sjálfbæra þróun og að bera kennsl á vandamál sem ósjálfbær þróun veldur til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Það er s.s. að efla vilja og getu einstaklinga til að taka virkan þátt í að móta samfélagið í átt að sjálfbærri þróun. Áherslan er á virka þátttöku nemenda í aðgerðum sem stuðla að sjálfbærri þróun. Það þarf að efla nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og virkri þátttöku í samfélaginu. Það er m.a. gert með því að þjálfa þau í að taka upplýstar ákvarðanir, skilgreina leiðir og framkvæma þær varðandi raunverulegar áskoranir sem tengjast eigin samfélagi og jafnvel eigin lífi. Nemendur eiga að fá tækifæri til þess að rannsaka og rýna, finna lausnir og taka síðan virkan þátt í að breyta því sem er innan færis hvers og eins eða hópsins. Með getu til aðgerða öðlast nemendur kjark, færni, getu og vilja til að hafa áhrif og grípa til aðgerða og verða meðvitaðir um þennan mátt sinn og getu. Geta til aðgerða eflir nemendur til þess að vera virkir samfélagsþegnar sem gera sér grein fyrir því að þeir hafa völd til þess að breyta sjálfum sér, hafa áhrif á aðra og framkvæma með það í huga að umbreyta samfélaginu í átt að sjálfbærri þróun.

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 19 LYKILHÆFNI SEM STUÐLAR AÐ SJÁLFBÆRRI ÞRÓUN Skref í átt að sjálfbærri þróun Mynd 1: Lykilhæfni fyrir sjálfbæra þróun. Þekking og skilningur á sjálfbærri þróun. Hæfni til: • Lýðræðisþátttöku • Gagnrýninnar hugsunar • Þverfaglegrar hugsunar • Samskipta Hæfni til: • Samkenndar • Réttlætiskenndar • Vilji til að vernda náttúruna • Ábyrgðartilfinning Breytingar á eigin neyslu og lífsstíl. Áhrif og skilaboð til samfélagsins og stjórnmálamanna.

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 20 Menntun til sjálfbærni er menntunarferli sem á að eiga sér stað í gegnum allt líf hvers einstaklings, þetta er stöðugt ferli sem alltaf þarf að vinna með. Það snýst ekki bara um að bera út skilaboð og tilmæli heldur að yfirfæra lærdóminn yfir í eigin aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri þróun. Fræðileg þekking er ekki nóg heldur skiptir aðalmáli að kunna og geta beitt þekkingu sinni. Það verður að horfa á menntun til sjálfbærni á heildrænan hátt og ekki aðeins að einbeita sér að því að miðla efni um sjálfbæra þróun, heldur að sýna dæmi um sjálfbæra þróun, t.d. með aðgerðum til að draga úr vistspori í skólum og í eigin lífi. En umbreytingin snýst ekki bara um það að minnka vistspor heldur um breytingu á gildum, viðhorfum og kerfum til þess að geta þróað lífsmynstur í átt að sjálfbærri þróun á varanlegan hátt. Menntun til sjálfbærni á að stuðla að þeim lífsgildum sem sjálfbær þróun byggir á. Slík gildi eru m.a. nægjusemi, réttlæti, kærleikur, virðing, þakklæti, samkennd, umhyggja, samfélagshyggja, samvinna og hjálpsemi. Við getum ekki leyst áskoranir nútímans með sömu gildum og hafa leitt okkur á þann stað sem við erum í dag. Slík gildi voru og eru ekki síst mótuð af ríkjandi hagkerfi okkar sem elur á neysluhyggju, einstaklingshyggju, samkeppni og skammtímasjónarmiðum. Það er kominn tími til að við mótum samfélag og hagkerfi sem hafa gildi sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Mikilvægt er að finna aðgerðamöguleika í nærumhverfi og samfélagi. Þar er hægt að finna möguleika til að koma á breytingum og þar er líka hægt að finna aðra sem hugsa á svipaðan hátt og skapa samstöðu sem auðveldar sameiginlegar aðgerðir til umbreytinga í átt að sjálfbærri þróun. Menntun til sjálfbærni í framkvæmd er valdefling borgara í lýðræðissamfélagi. Slík valdefling á ekki bara að stuðla að breytingum á lífsstíl einstaklinga heldur einnig að kerfisbreytingum samfélaga og ríkja eins og róttækum breytingum á núverandi hagkerfi. Menntun til sjálfbærni á að hvetja einstaklinga til að lifa eftir gildum sem geta leitt til annars samfélagsmynsturs en neyslusamfélagsins. Þetta þýðir m.a. að valdefla þarf einstaklinga til þess að taka beinan þátt í stjórnmálalegum ferlum m.a. til að tala fyrir strangari reglugerð í anda sjálfbærrar þróunar hjá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum og keðjum. Menntun til sjálfbærni: umbreytandi nálgun, stöðugt ferli Menntun til sjálfbærni á að stuðla að mikilvægum gildum sem eru forsendur fyrir sjálfbæra þróun. Slík gildi eru m.a. nægjusemi, réttlæti, kærleikur, virðing, þakklæti, samkennd, umhyggja, samfélagshyggja, samvinna og hjálpsemi. Mikilvægt er að finna aðgerðamöguleika. Lífsgildi, að upplýsa og fræða aðra, valdefling, kerfisbreytingar, aðgerðamöguleikar, tenging við nærsamfélagið Menntun til sjálfbærni hefur það hlutverk að efla þá færni að vega, meta og framkvæma út frá leiðarljósi sjálfbærrar þróunar, leysa vandamál á uppbyggilegan hátt og viðhafa viðsýni við forgangsröðun aðgerða.

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 21 SAMANTEKT Markmið menntunar til sjálfbærni er að auka og efla gildi, hæfni og getu einstaklinga til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Menntun til sjálfbærni er valdeflandi og umbreytandi ferli sem á að hafa áhrif á lífsstílsbreytingar hjá hverjum og einum auk þess að efla þau við virka þátttöku á samfélags- og kerfisbreytingum. Í menntun til sjálfbærni er verið að nálgast viðfangsefnin á þverfaglegan hátt með öll heimsmarkmiðin í huga. Mikil áhersla er lögð á að efla hnattræna vitund og réttlætiskennd. Menntun til sjálfbærni byggir á kenningu um hugsmíðahyggju og notast við fjölbreyttar, þátttökuhvetjandi og leitandi kennsluaðferðir þar sem nemandinn er ávallt í brennidepli. Nemendur öðlast ýmsa lykilhæfni þar sem geta til aðgerða er aðalmarkmiðið. Geta til aðgerða er hæfni til að nota á virkan hátt þekkinguna um sjálfbæra þróun og að bera kennsl á vandamál sem ósjálfbær þróun veldur til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Umbreytingin sem stuðlað er að með menntun til sjálfbærni er stanslaust ferli og er hlutverk kennara að vera leiðbeinandi og leiðtogi þessa ferlis. Mikilvægt er að ferlið muni ekki einungis eiga sér stað í huganum heldur einnig í aðgerðum og framkvæmdum. Finna þarf aðgerðamöguleika í nærumhverfi og samfélagi og hvetja einstaklinga til að lifa eftir gildum sjálfbærrar þróunar sem eru m.a. nægjusemi, réttlæti og samkennd. Valdefling einstaklinga nær einnig til þess að efla þá til að taka beinan þátt í stjórnmálalegum ferlum og hafa þannig áhrif á þær stóru kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað.

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 22 TIL UMHUGSUNAR 1. Eru margir kennarar í þínum skóla sem mennta til sjálfbærni? 2. Er skólinn þinn með stefnu í menntun til sjálfbærni? 3. Hvaða skoðun hefur þú á mikilvægi menntunar til sjálfbærni? 4. Skoðið og ræðið um mismunandi nálganir varðandi hæfni eins og kemur fram hér í 2. kafla. 5. Ræðið á hvaða hátt væri best að efla lykilhæfni í menntun til sjálfbærni. 6. Hvaða hæfni er mikilvæg sem grundvöllur fyrir getu til aðgerða? 7. Hvernig er hægt að efla vilja nemenda til þess að vera virkir samfélagsþegnar í þágu sjálfbærrar þróunar? 8. Telur þú þig hafa öðlast getu til aðgerða og hvernig sérð þú þig öðlast eða viðhalda og efla hana fyrir þig?

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 23 2.3 ALÞJÓÐLEG TILMÆLI OG TENGINGIN VIÐ HEIMSMARKMIÐIN Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa hvatt þjóðir heims til að flétta menntun til sjálfbærni inn í námskrá mennta- stofnana. Árin 2005 til 2014 voru tilgreind sem „Áratugur menntunar til sjálfbærni“ hjá SÞ og hefur mikil þróun átt sér stað í þessum málum. Vinnan hefur síðan haldið áfram m.a. í gegnum heimsdagskrá í menntun til sjálfbærni á vegum SÞ á árunum 2015 til 2019. Eftir það fylgir nýr rammi vinnunni áfram sem nefnist menntun til sjálfbærni fyrir 2030 (Education for Sustainable Development for 2030). Það er UNESCO (United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization) sem heldur utan um og stjórnar þróuninni við menntun til sjálfbærni á alþjóðlegum vettvangi. Horft er á menntun sem grundvallarforsendu til þess að stuðla að heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun þannig að menntakerfið gegnir alþjóðlega viður- kenndu lykilhlutverki til þess að stuðla að umbreytingu samfélaga í átt að sjálfbærri þróun. Í fjórða markmiði heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun er menntun til sjálfbærni tiltekin á mjög skýran hátt, sérstaklega í undirmarkmiði 4.7.: „Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.” (Vefur um Heimsmarkmiðin)

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 24 Í menntun til sjálfbærni fyrir 2030 er lögð áhersla á hlutverk menntunar til að ná þessum 17 samtengdu heims- markmiðum. Menntun til sjálfbærni á að auka meðvitund um markmiðin, hún veitir gagnrýninn skilning á samhengi markmiðanna og er hvetjandi á aðgerðir til að ná þeim. Um leið veita heimsmarkmiðin frábært tækifæri til að styrkja sýnina og framkvæmd menntunar til sjálfbærni. Þessi öfluga tenging milli heimsmarkmiða og menntunar til sjálfbærni er ekki bara nauðsynleg heldur býður hún upp á „allir græða“ áhrifin (win-win effect) fyrir bæði svið. Lykilhugsanirnar í menntun til sjálfbærni fyrir 2030 eru þrjár. Sú fyrsta snýst um að róttækar breytingar byrji hjá einstaklingnum og hver og einn einstaklingur sé virkur í umbreytandi aðgerðum sem hafa áhrif á umbreytingu samfélagsins í átt að sjálfbærri þróun. Önnur lykilhugsun hugar að kerfislægum orsökum ósjálfbærrar þróunar og nauðsynlegum kerfisbreytingum. Að hvetja þurfi fólk til þess að tileinka sér önnur lífsgildi en þau sem eru algild í nútíma neyslusamfélögum. Á sama tíma þarf í menntun til sjálfbærni að taka inn í myndina staðreyndir eins og mikla fátækt og viðkvæmar aðstæður. Þriðja lykilhugsunin varðar hina tæknilegu framtíð. Menntun til sjálfbærni þarf að vera svar við bæði tækifærum og ógnum sem koma vegna nýrrar tækni. Hér skipta gagnrýnin hugsun og lífsgildi sem stuðla að sjálfbærri þróun miklu máli, sérstaklega til þess að láta ekki blekkjast að tæknin geti verið aðallausn á flestum málum sjálfbærrar þróunar. Lykilhugsanirnar í menntun til sjálfbærni: 1. Róttækar breytingar á lífsstíl einstaklinga og samfélaga byggt á gildum sjálfbærrar þróunar 2. Kerfislægar breytingar 3. Menntun til sjálfbærni sem svar við bæði tækifærum og ógnum sem koma vegna nýrrar tækni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 25 17 Promote life-skills for sustainable livelihoods and to address the unequal distribution of wealth Address the causes and consequences of hunger and malnutrition Secure psychological and physical resilience and well-being Emphasize quality learning contents and their contribution to the survival and prosperity of humanity Promote gender equality in particular with regard to speci c gendered sustainability challenges Accelerate adequate and equitable access to water as a global common good Promote sustainable, clean and a ordable energy and green lifestyles Foster alternative values and economic models of circularity, su ciency, fairness and solidarity Encourage the equitable transition to green technologies and sustainable industries Tackle inequalities in all forms, with particular emphasis on environmental justice Support the crucial role of the cities and communities as places of meaningful transformative actions Transform the culture of production and consumption Fight climate change by improving education, awareness- raising and human and institutional capacity Protect the oceans and marine resources through ocean literacy and action Promote biodiversity conservation and restoration as the fundamental basis of human survival and prosperity Ensure justice, peace and inclusion as the basis of sustainability Mobilize partners and resources for societal transformations for sustainability / E D U C A T I O N F O R S U S T A I N A B L E D E V E L O P M E N T / E S D F O R 2 0 3 0 Cognitive learning dimension: Understand sustainability challenges and their complex interlinkages, exlore disruptive ideas and alternative solutions Social and emotional learning dimension: Build core values and attitudes for sustainability, cultivate empathy and compassion for other people and the planet, and motivate to lead the change Behavioural learning dimension: Take practical action for sustainable transformations in the personal, societal and political spheres Mynd 2: Menntun til sjálfbærni fyrir 2030 (UNESCO).

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 26 Í stefnu UNESCO um menntun til sjálfbærni fyrir 2030 frá 2020 er lögð áhersla á aðgerðir við fimm forgangsmál. Þau eru fyrst um stefnumál og að menntun til sjálfbærni verður að vera samþætt í alþjóðlegum, lands- og svæðisbundnum stefnum tengdum menntun og sjálfbærri þróun. Annað forgangsmál er að nálgast þarf menntunina á heildstæðan hátt innan menntastofnana þannig að tryggt verði að nemendur læri það sem þeir upplifa og upplifi það sem þeir læra. Þriðja forgangsmál er athygli beint á valdeflingu kennara með þekkingu, færni, gildi og viðhorfi sem muni stuðla að sjálfbærri þróun. Fjórða forgangsmál snýst um að viðurkenna að ungt fólk eru lykilaðilar í að takast á við áskoranir um sjálfbæra þróun og tilheyrandi ákvörðunar- ferli. Fimmta forgangsmál er lögð áhersla á mikilvægi aðgerða í nærsamfélögum því þar er líklegast að þýðingar- miklar umbreytandi aðgerðir muni eiga sér stað. Í skrifum SÞ kemur skýrt fram að mannkynið þarf að gera róttækar breytingar bæði á sviði einstaklinga og samfélaga sem og kerfislægar og stjórnmálalegar. Slíkar umbreytingar kalla m.a. á ákveðið umbreytingarstig þar sem fólk verður tilbúið að færa sig út úr þægindaramma sínum og út fyrir öryggi óbreytts ástands, „venjulegum“ hugsunarhætti, hegðun og lífsmynstri. Slíkt krefst hugrekkis, þrautseigju og staðfestu sem getur verið til staðar á mismunandi stigum. Best er ef það gerist vegna persónulegrar sannfæringar, innsæis og tilfinningar fyrir því hvað er rétt. Tilmæli SÞ um menntun til sjálfbærni og um róttækar breytingar innan samfélaga eru skýr en framfylgdin er í höndum hvers lands. Nemendur verða að læra af því sem þeir upplifa og upplifa það sem þeir læra. Í stuttu máli þá er markmiðið að samþætta menntun til sjálfbærni og heimsmarkmið SÞ að fullu inn í allar menntastefnur, menntastofnanir og í menntun kennara. Stuðla þarf að valdeflingu og virkja ungt fólk og heimamenn til aðgerða í nærumhverfinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=