Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 61 TIL UMHUGSUNAR 1. Skoðaðu verkefnin þín, kennsluna og einstök umfjöllunarefni sem þú kennir með kennslufræðilegar nálganir í menntun til sjálfbærni í huga. Skoðaðu hvaða nálganir hvert verkefni uppfyllir. Hugleiddu síðan hvernig þú getur bætt við verkefnið/kennsluna/umfjöllunarefnið og víkkað það þannig að það uppfylli sem flestar nálganir. Oft vantar t.d. að beita nýrri aðferð eða setja hnattrænan vinkil á málefnið eða að skoða tengingu milli efnahags-, umhverfis- og samfélagsmála. 2. Hvað þarf að gerast innan skólans til þess að hægt sé að auka þverfaglega kennslu? 3. Telur þú að verkefni sem unnin eru innan skólans hafi nægilega vítt sjónarhorn og efli m.a. hnattræna vitund? 4. Leggur skólinn áherslu á nemenda-/þátttökumiðað nám? 5. Notar þinn skóli fjölbreyttar kennsluaðferðir? 6. Hvernig er stuðlað að gagnrýninni hugsun í þínum skóla? 7. Hvað er gert í skólanum til þess að sporna gegn loftslagskvíða nemenda? 8. Hafa nemendur svigrúm til þess að framkvæma hug- myndir sínar um aðgerðir í anda sjálfbærrar þróunar? 9. Fléttið þið nærsamfélagið inn í einstök verkefni? 10. Á hvaða hátt og við hvers konar kennslu er stuðlað að umbreytandi ferli í þínum skóla? 11. Hvaða reynslu hefur þú af menntun til sjálfbærni? 12. Finnst þér raunhæft að efla þessar kennslufræðilegu nálganir í þinni kennslu? 13. Finnst þér að nemendur hafa eflst í getu til aðgerða í gegnum menntun til sjálfbærni? 14. Hvaða þætti/nálganir í menntun til sjálfbærni finnst þér vera erfiðast að framkvæma? 15. Hvaða spurningar og vangaveltur hafa vaknað hjá þér við lestur um menntun til sjálfbærni? 16. Ert þú sammála þessum áherslum og skilgreiningum á menntun til sjálfbærni? 17. Hvaða hugmyndir ert þú með um árangursríka menntun til sjálfbærni? 18. Myndir þú vilja breyta einhverju í aðalnámskrá m.t.t. menntunar til sjálfbærni og framkvæmd hennar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=