Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 130 4.7 LÍFSGILDI OG HAMINGJA Í þessum kafla eru settar saman nokkra hugleiðingar um samhengi milli lífsgilda okkar og hamingju m.t.t. sjálfbærrar þróunar. Við vitum öll að við þurfum að gera eitthvað, breyta einhverju ef við ætlum að snúa lifnaðarháttum okkar í átt að sjálfbærri þróun. Við verðum sjálf að losa okkur undan þeirri ósýnilegu stýringu sem markmið og gildi núverandi hagkerfis hafa lagt á okkur og samfélögin. Þó að breytingar á hagkerfinu séu í höndum stjórnvalda getum við sem einstaklingar gert ýmislegt til að breyta lífsmynstri okkar. Með eigin breytingum höfum við m.a. áhrif á markaðshringrás eftirspurnar og framboðs og á samfélagsmenningu sem síðan getur haft áhrif á stjórnmálamenn. Dóminó-áhrifin virka þannig að það eru yfirleitt nokkrir sem byrja á breytingum og fjöldinn kemur vonandi í kjölfarið, sérstaklega ef það tekst að byggja upp ákveðna stemningu í samfélaginu. Með því að opna augu okkur fyrir breyttum lífsgildum sem við viljum lifa eftir eykst jafnvel geta okkar til aðgerða til þess að þrýsta fyrir alvöru á stjórnvöld. Ef stjórnvöld gera ekki það sem þarf að gera verðum við að reyna að koma þeim þangað. Í gegnum þau gildi sem einkenna núverandi hagkerfi er varpað upp villandi sýn á hið góða líf og við ruglum saman skammtímaánægju sem fæst m.a. í gegnum neyslu og raunverulegri hamingju sem hefur dýpri rætur. Það gerir okkur ekki endilega hamingjusöm að nota eigur og samfélagsstöðu sem tákn fyrir sjálfsvirðingu okkar. Þegar grunnþörfum okkar um fæðu, skjól, menntun og heilbrigði hefur verið náð eru það ekki síst góð og innileg sambönd við aðra sem gera okkur hamingjusöm og eru okkur hvatning í lífinu. Fyrr á tímum uppfyllti neysla fólks aðallega grunnþarfir þess eins og fæði, klæði, húsnæði og læknisþjónustu. Í dag hefur stór hluti fólks í ríku löndunum aðgang að öllum þessum grunnþörfum. Neyslan litast meira af öðrum löngunum okkar, sem tengjast ekki síst þeirri samfélagsmenningu og gildum sem hafa sprottið upp af núverandi hagkerfi. Neysla og lífsstíll okkar mótast m.a. af gildum okkar. Því er mikilvægt að hver og einn skilgreini fyrir hvað hann stendur, hvaða eiginleika við metum í fari annarra og viljum hafa sjálf og móta svo eigin lífsgildi. Að vera meðvitaður um gildi sín og minna sig reglulega á þau getur skipt miklu máli við að „Lifðu einfalt svo aðrir geti einfaldlega lifað.“ (Móðir Teresa)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=