Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 59 SAMANTEKT Í þessum kafla var fjallað um kennslufræðilegar nálganir sem liggja til grundvallar menntunar til sjálfbærni. Nemandinn er ávallt í brennidepli og stuðst er við nemendamiðaðar aðferðir eins og þátttökunám, leitar- nám og samvinnunám. Mikilvægur kjarni í menntun til sjálfbærni er að nota þverfagleg verkefni og fjölbreyttar aðferðir. Sjálfbær þróun er í eðli sínu þverfagleg með sínum þremur stoðum umhverfis, samfélags og efnahags. Kennsluaðferðir í menntun til sjálfbærni þurfa að gera nemendum kleift að taka þátt í ákvörðunarferlum, þær eiga að efla getu til að umgangast flókin og þverfagleg mál og ná samþættingu þeirra og einnig að vega og meta gildi og viðmið. Tenging við nærsamfélagið skiptir miklu máli þannig að sjálfbærnimálin séu tengd við eigið daglegt líf, eigin reynsluheim og eigin lífsstíl og neyslu. En það má ekki missa sjónar af hnattrænum tengingum og myndar hnattræn vitund nauðsynlegan kjarna í menntun til sjálfbærni. Hnattræn vitund er skilningur um innbyrðis tengsl fólks, samfélaga, hagkerfa og umhverfis um allan heim. Hnattræn vitund hefur síðan þróast áfram sem menntastefna í hnattræna borgaravitund. Tilgangur hnatt- rænnar borgaravitundar er að mennta heimsborgara sem í sínu einkalífi, í sinni vinnu og sem virkur lýðræðisborgari er meðvitaður um siðferðisleg markmið friðsæls og rétt- láts heims og stendur fyrir því með aðgerðum og virkni eins og honum er mögulegt. Að framkvæma ígrundun og mat eflir gagnrýna hugsun sem er hæfni til að efast um viðmið, venjur og skoðanir og að velta fyrir sér eigin gildum og athöfnum. Umbreytandi nálgun leggur áherslu á að mennta ábyrga samfélagsþátttakendur sem hafa getu, áhuga og vilja til þess að knýja á um umbætur í samfélaginu sem munu stuðla að sjálfbærri þróun. Til eru mismunandi stig sem einkenna umbreytandi ferli sem eru meðvitund, skilningur á flækjustigi og samhengi, tilfinningaleg tengsl, samkennd og valdefling. Í menntun til sjálfbærni er mikilvægt að nemendur upplifi að þeir geti haft áhrif, m.a. með því að upplýsa og fræða aðra. Þannig eiga verkefni í skólanum að gera nemendum kleift að fræða m.a. foreldra og nærsamfélagið og helst að flétta þeim inn í aðgerðir og umbreytingar. Allar þessar nálganir í menntun til sjálfbærni eiga að stuðla að valdeflingu og getu til aðgerða. Geta til aðgerða er m.a. að hafa framtíðarsýn um samfélög með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, finna út hvað þarf að gera til þess að raungera þessa sýn og valdeflast til þess að fá aðra með og hafa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=