Menntun til sjálfbærni

6. KAFLI Aðgerðir strax – Það sem við verðum að gera 178 heimur gæti orðið að veruleika verður til staðföst von, þá fæðast hugmyndir, baráttuandinn og kjarkur verða drífandi og breytingar gerast. Að búa til framtíðarsýn, hafa trú á henni og taka þátt í að stuðla að henni er því mjög öflugt tæki til að koma af stað umbreytingum, til að valdeflast og til að hafa trú á framtíðinni frekar en að kvíða fyrir henni. Þannig verður ókomin tíð full af vonum, væntingum og tækifærum og ætti því að vera tilhlökkunarefni. Alþjóðasamfélagið er búið að móta sína framtíðarsýn sem einkennist af sjálfbærri þróun (nánar í kafla 4). Orðið þróun gefur til kynna að þetta er vegferð og umbreytingar sem gerast í skrefum. Heimsmarkmiðin (nánar í kafla 4.4) og sérstaklega undirmarkmiðin þar, eru þá vörður á þeirri vegferð. Þau tengjast öll innbyrðis og það þarf að hugsa um þau sem eina heild. Þessar vörður sem eiga að hafa raungerst fyrir árið 2030. Eftir það verða væntanlega sett ný markmið sem vörður fyrir áframhaldandi þróun á þessari vegferð sjálfbærar þróunar. Framtíðarsýnin er sem sagt til staðar og flestar þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að stuðla að heimsmarkmiðunum sem eru vörður á leið að sjálfbærri þróun. Þetta er ekki útópía, þetta er raunveruleg framtíðarsýn alþjóðasamfélagsins. Og með ímyndunar- og sköpunarafli er hægt að sjá þessa sýn fyrir sér. Ef fólk getur ímyndað sér betri heim og hefur trú á því að slíkur heimur gæti orðið að veruleika verður til staðföst von, þá fæðast hugmyndir, baráttuandinn og kjarkur verða drífandi og breytingar gerast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=