Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 54 2.6.8 VALDEFLING OG GETA TIL AÐGERÐA „Nemendur takast á við raunverulegar áskoranir og þjálfast í að taka upplýstar ákvarðanir sem tengjast samfélagslegum viðfangsefnum, efnahag og umhverfinu. Nemendur hafa sannarleg áhrif og slík upplifun getur m.a. dregið úr loftslagskvíða.“ Geta til aðgerða Menntun til sjálfbærni þjálfar færni í að takast á við áskoranir nútíðar og framtíðar. Fræðileg þekking er mikilvægur grunnur en alls ekki nóg til þess að knýja fram umbreytingu heldur þarf að kunna og geta beitt þekkingu fyrir sig. Það er með öðrum orðum að efla vilja og getu einstaklinga til að taka virkan þátt í að móta samfélagið í átt að sjálfbærri þróun. Og geta til aðgerða er stanslaust ferli sem alltaf þarf að vinna með. Í aðalnámskrá frá 2011 kemur m.a. fram: „Í sjálfbærnimenntun felst einnig að börn og ungmenni takist í námi sínu á við margvísleg álitamál og ágreiningsefni. Kennsla og starfshættir innan skólans skulu fléttast saman við það viðhorf að markmið menntunar sé geta til aðgerða. Í því felst þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og því að stuðlað sé að áhuga og vilja til þess að börnin og ungmennin taki þátt í samfélaginu” (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011) Til þess að þjálfa getu til aðgerða er mikilvægt að námið innihaldi lýðræðislega nálgun, virka þátttöku nemenda, raunverulegar áskoranir, samvinnu og að leysa úr ágreiningsmálum, að setja sig í spor annarra, ásamt gagnrýninni og þverfaglegri hugsun og langtímahugsun. Með öðrum orðum byggir þjálfun á getu til aðgerða á þessum kennslufræðilegu nálgunum sem er lýst hér á undan. Menntun til sjálfbærni á að stuðla að framtíðarlæsi sem er hæfni til að geta ímyndað sér fjölbreytta og mismunandi framtíðarmöguleika og nýta þessa sýn eins og linsur til að líta nútímann öðrum augum. Ráðandi hugsanamynstur eru dregin í efa og þróaðar verða nýjar lausnir. Með hugsanamynstri er hér átt við allt það sem er ráðandi í okkar daglega lífi en er ekki náttúrulögmál, m.a. hagkerfið. Þannig er geta til aðgerða aðalmarkmið með menntun til sjálfbærni en geta til aðgerða er hæfni til að nota á virkan hátt þekkinguna um sjálfbæra þróun og að bera kennsl á vandamál sem upp koma vegna ósjálfbærar þróunar til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=