Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 77 o Einfaldur, stuttur en áhrifamikill hlutverkaleikur. Góður sem kveikja til þess að opna augun gangvart réttlæti og mismunandi aðstæðum og tækifærum. Úr verkefnakistu Grænfánans: Stígðu fram – Leikur um réttlæti og forréttindi o Stuttur hreyfi-leikur sem kveikja um réttlæti. Úr verkefnakistu Grænfánans • Verkefni o Ísland og regnskógarnir á bls. 50 í Náttúra til framtíðar eftir Rannveigu Magnúsdóttur o Hópvinna – hvernig tengist jarðvegurinn heimsmarkmiðunum? Farið er í gegnum hvert markmið. o Hópavinna – lausnir: Hvað get ég gert? Hvað vil ég að stjórnvöld geri? o Hópavinna – Hvernig tengist núverandi hagkerfi ofnýtingu jarðvegs á heimsvísu og hvaða tæki og tól þarf að koma á til þess að sporna gegn ofnýtingunni? o Hópavinna – Hvað hefur nýting jarðvegs með hnattrænt réttlæti að gera? o Hlutverkaleikur Grænabyggð á bls. 75–78 í Náttúra til framtíðar eftir Rannveigu Magnúsdóttur o Úr kennslugögnum UNESCO skóla: Áskorun takmarkaðra auðlinda Í þessu öðru skrefi kennslunnar hefur aðaláherslan verið lögð á að nemendur öðlist skilningi á flækjustigi og samhengi, tengjast málefni á tilfinningalegan hátt og efla hæfni til samkenndar. Til þess er hér sérstaklega notast við þverfaglega nálgun og unnið með hnattræna vitund. Tengingin við heimsmarkmiðin er orðin miklu víðari en eftir fyrsta stigið, best væri ef nemendur hafi getað fundið tengingu við öll heimsmarkmið. Athugið að dæmin fyrir ofan eru hvergi tæmandi og dekka heldur ekki allar tengingar heldur er hér einungis um nokkur dæmi að ræða. Sumt er bara hugsað sem kveikja en er ekki útfært nánar hér. Eftir þessa kennslu er komið að því að valdefla nemendur til þess að hafa áhrif út á við, efla getu þeirra til aðgerða og aðstoða í umbreytingarferlinu. 3. Á þriðja stigi kennslunnar eru áherslur á valdeflingu, getu til aðgerða og umbreytingu. Þetta er síðasta stigið á umbreytandi ferli. Þegar horft er á kennslufræðilegar nálganir menntunar til sjálfbærni þá er áfram mikilvægt Tenging við öll heimsmarkmið. 3. Valdefling, geta til aðgerða og umbreytandi nálgun • Fjölbreyttar aðferðir • Nemandinn í brennidepli • Tenging við nærsamfélagið • Upplýsa og fræða aðra • Ígrundun og mat • Þverfagleg nálgun • Hnattræn vitund • Valdefling og geta til aðgerða • Umbreytandi nálgun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=