Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 56 Áhyggjur og hóflegur kvíði eru einnig nauðsynlegar forsendur fyrir félagslegri umhugsun og gagnrýninni hugsun. Þau hafa þannig áhrif að halda fólki frá því sem það er að gera vanalega, virkja vitræna hugsun, láta fólk hugsa meira um umheiminn og hvetja fólk til að hugsa á gagnrýninn hátt. Á þann hátt geta áhyggjur og kvíði verið fyrsta skrefið til umbreytinga, t.d. að hætta með ákveðna ósjálfbæra hegðun eða að verða virkur í stjórnmálum eða félagasamtökum. Hvort áhyggjur/kvíði muni hjálpa við umbreytingu eða ekki, stjórnast m.a. af því hvernig unnið er með þessar tilfinningar bæði á stigi einstaklinga og í félagslegum ferlum. Þannig eru t.d. algeng skilaboð í okkar nýfrjálshyggjusamfélagi að það sé auðvelt að auka jákvæðar og ánægjulegar tilfinningar með meiri neyslu sem dæmi. En þá væri ekki unnið með áhyggjutilfinningar heldur þær bældar niður með aukinni neyslu. Að efla tilfinningalega vitund einstaklinga hjálpar til við að valdefla þá. Tengsl áhyggju og vonar – Að hafa trú á mannkyninu og framtíðinni Það á ekki að vera markmið að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar heldur að vinna með þær og kalla í kjölfarið fram jákvæðar tilfinningar, svo sem uppbyggilega von og staðfasta bjartsýni, sem getur veitt fólki styrk til að takast á við og gera eitthvað í málefnum sjálfbærrar þróunar. Uppbyggilegri von og staðfastri bjartsýni er fyrst og fremst hægt að ná með virkni í daglegu lífi með það að leiðarljósi að vonir um betri heim geti orðið að veruleika. Traust vekur einnig von í tengslum við loftslagsbreytingar, traust á eigin getu, traust til annarra samfélagsþegna við að leggja sitt af mörkum og ekki síst traust á tilvistarvilja mannkyns. Við þurfum að trúa því að mannkynið hafi getu og færni til þess að fara nýjar leiðir, leiðir sem okkur finnst erfitt að sjá fyrir okkur á skýran hátt. Staðföst bjartsýni – Að vera hluti af lausninni Kennarar ættu ekki að forðast það að ræða um þessi ógnvekjandi og gífurlega stóru vandamál sem blasa við mannkyninu eins og loftslagsmálin og áskorunina um sjálfbæra þróun. En það er mikilvægt að gefa rými og tíma til að nemendur móti áhyggjur sínar með orðum, ræði þær og hugleiði þau gildi sem liggja að baki þessum áhyggjum. Það að horfast í augu við hið neikvæða er upphafspunktur uppbyggilegrar vonar og staðfastrar bjartsýni. Nemendur geta náð tökum á tilfinningunum á meira eða minna uppbyggilegan hátt. Til að vekja uppbyggilega von og staðfasta bjartsýni er mikilvægt að sýna fram á að hlutirnir Uppbyggilegri von og staðfastri bjartsýni er fyrst og fremst hægt að ná með virkni í daglegu lífi með það að leiðarljósi að vonir um betri heim geti orðið að veruleika.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=