Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 155 Mynd 35: Helstu ólíu-, gas- og kolafyrirtæki sem eiga stóran þátt í losun koltvíoxíðs á heimsvísu. Fyrirtækin sem eiga mikinn þátt í losuninni bera þannig á marktækan hátt siðferðislega, fjárhagslega og lagalega ábyrgð á loftslagsvánni og ættu að taka stóran þátt í lausnum og aðgerðum við vandanum. Síðan við lok sjötta áratugs síðustu aldar voru þessi fyrirtæki og samtök iðnaðarins meðvituð um þátt notkunar á vörum þeirra í loftslagsbreytingum en hunsuðu málið viljandi. Auk þess settu þau mikið fjármagn í markaðsherferðir fyrst til að afneita orsakasamhenginu milli losunar á CO2 og loftslagsbreytinga, og svo til að horfa aðallega á ábyrgð einstaklinga á loftslagsvandanum og færa þar með hina opinberu og stjórnmálalegu umræðu frá eigin ábyrgð yfir á einstaklinga. Þannig var það fyrirtækið Beyond Petrol BP sem kom á fót hugtakinu kolefnisspor til þess að einblína á aðgerðir einstaklinga til að minnka sitt eigið fótspor (sjá nánar umfjöllun um það í kafla 4.5.). Mörg þeirra fyrirtækja sem bera mesta ábyrgð á losun koltvíoxíðs á heims-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=