Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 158 10% af allri losun. Í ljósi þess er ekki í takt við tímann að horfa á lífstíl ríka fólksins sem eitthvað eftirsóknarvert. 20 af stærstu olíu-, gas- og kolafyrirtækjum bera ábyrgð á um 35% allrar koltvíoxíðlosunar á heimsvísu og 100 þessara fyrirtækja bera ábyrgð á um 70% af losun heimsins. Það er sláandi að stjórnvöld í mörgum ríkjum eru enn í dag að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti með styrkjum, skattaafslætti og afskriftum. Krafa um að hætta að dæla jarðefnaeldsneyti upp úr jörðinni og hætta þar með framboði á því er skýr. Helmingur allrar losunar mannkyns síðan iðnbyltingin hófst hefur átt sér stað á síðustu 30 árum. Ábyrgð núverandi kynslóðar er því mikil. Réttlæti milli kynslóða er ekki virt. 5.7 TENGING LOFTSLAGSMÁLA VIÐ OKKAR DAGLEGA LÍF OG VIÐ ÖLL HEIMSMARKMIÐIN Sú staðreynd að þjóðum heims tókst að semja um loftslagsmál í Parísarsamningnum er mikið framfaraskref. Augljóst er að erfitt var að koma sjónarmiðum mjög ólíkra ríkja undir einn hatt og er því samningurinn ekki gallalaus. Þannig tekur kolefnisbókhald hvers ríkis aðallega til losunar sem á sér stað innan landamæra þess og ekki þeirrar sem á sér stað vegna framleiðslu á innfluttum vörum. Þar með kemur upp frekar skökk mynd af neysludrifinni losun í ríku löndunum. Þetta þýðir t.d. að losunin sem fór í að framleiða sjónvarp sem horft er á á Íslandi skrifast alfarið í bókhald t.d. Kína þar sem tækið var framleitt. Slíka staðreynd ber t.d. að hafa í huga þegar losunartölur frá Kína eru skoðaðar en þær hafa hækkað mjög mikið á undanförnum árum ekki síst vegna framleiðslu á vörum sem eru fluttar annað. Mikið af innfluttum vörum í ríku löndunum hafa verið framleiddar í fátækum löndum þannig að ríku löndin bera eiginlega ábyrgð á losun vegna framleiðslu þessara vara í fátæku löndunum. Ríku löndin eru s.s. að útvista losun vegna sinnar neyslu til fátækra landa. Kolefnisbókhaldið nær ekki utan um þessa losun á réttmætan hátt. Það er því ljóst að horfa þarf á losunina á víðari og heildrænni hátt. Það væri gert með því að skoða frekar neysludrifna kolefnislosun en framleiðsludrifna. Eins þarf að setja loftslagsmálin í samhengi við sjálfbæra þróun og heimsmarkmiðin. Aðgerðir í loftslagsmálum eru ekki einungis eitt af heimsmarkmiðum, markmið 13, heldur hluti af heildinni og í beinu samhengi við öll önnur markmið. Og það er sérstaklega réttlæti innan og milli kynslóða sem tengir öll markmiðin saman. Þannig tekur kolefnisbókhald hvers ríkis aðallega til losunar sem á sér stað innan landamæra þess og ekki þeirrar sem á sér stað vegna framleiðslu á innfluttum vörum. Ríku löndin eru s.s. að útvista losun vegna sinnar neyslu til fátækra landa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=