Menntun til sjálfbærni

1. KAFLI Kennarar á tímum hnattrænna og flókinna áskorana 7 1. KAFLI KENNARAR Á TÍMUM HNATTRÆNNA OG FLÓKINNA ÁSKORANA 1.1 ÁKALL SAMTÍMANS Starf kennara er meðal mikilvægustu starfa þjóðfélagsins. Hlutverk kennara spannar vítt svið eins og kennslu, uppeldi, ráðgjöf og þróunarstarf. Kröfur sem eru gerðar til kennara eru því margvíslegar. Þeir þurfa ekki einungis að hafa góða þekkingu á málefnum kennslunnar heldur búa yfir ýmiss konar hæfni og jákvæðum eiginleikum til þess að stuðla m.a. að umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegum vinnubrögðum og menntun nemenda á einstaklingsmiðaðan hátt við fjölbreyttar og krefjandi aðstæður. Almenn menntun á að stuðla að aukinni hæfni einstaklings til að takast á við áskoranir daglegs lífs og að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Þegar mannkynið stendur frammi fyrir svona stórum og flóknum áskorunum á borð við loftslagsvána, tap á líffræðilegri fjölbreytni og að framfylgja sjálfbærri þróun blasir við ný staða hjá kennurum af áður óþekktri stærð og vægi sem þeir þurfa að vinna með. Góðir og vel upplýstir kennarar eru gulls ígildi og geta jafnvel verið lykillinn að lausnum á þessum stóru vandamálum. Menntun verður að laga sig að áskorunum hvers tíma til þess að gera kennurum kleift að mennta upplýsta einstaklinga sem búa yfir getu til aðgerða og hafa tæki og tól til að fást við áskoranir samtímans. Mikið þróunarstarf hefur átt sér stað bæði á alþjóðlegum og innlendum vettvangi til að svara þessu ákalli m.a. með þróun á menntun til sjálfbærni. Kennarar eru lykilaðilar að því að raungera þessa mikilvægu þróun í daglegri kennslu. Menntun er öflugasta vopnið sem við getum notað til að breyta heiminum – NELSON MANDELA –

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=