Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 75 2. Á öðru stigi kennslunnar er lögð áhersla á að tengja málefnið á víðan hátt og efla skilning á flækjustigi og samhengi, skapa tilfinningaleg tengsl og efla samkennd (stig 2–4 í umbreytandi ferli sjá kafla 2.6.6). Þegar horft er á kennslufræðilegar nálganir menntunar til sjálfbærni þá er áfram mikilvægt að passa upp á að unnið verði með fjölbreyttum aðferðum, að nemandinn sé í brennidepli, að tengja málefni við nærsamfélagið, að upplýsa og fræða aðra og ígrunda og meta. En til viðbótar koma þverfagleg nálgun og hnattræn vitund sterkt inn. Hér mætti tengja jarðveginn við okkar eigið líf, við framleiðsluhætti, neyslu, viðskipti, hagkerfið, hnattvæðingu, heimsmarkmiðin og sjálfbæra þróun. Þá má tengja saman lifnaðarhætti okkar í vestrænum heimi við jarðvegsvandamál bæði hérlendis og í öðrum löndum með réttlætis-gleraugum. Mikilvægt er að nemendur vinni á lausnamiðaðan hátt og finni lausnir og mögulegar aðgerðir fyrir sig, fjölskylduna, skólann og jafnvel fyrir nærsamfélagið, stjórnvöld og á alþjóðlegum vettvangi. Mynd 10: Mikilvægt er að tengja málefnið m.a. við eigið líf. (Guðrún Schmidt) 2. Skilningur á flækjustigi og samhengi, tilfinningarleg tengsl og samkennd • Fjölbreyttar aðferðir • Nemandinn í brennidepli • Tenging við nærsamfélagið • Upplýsa og fræða aðra • Ígrundun og mat • Þverfagleg nálgun • Hnattræn vitund

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=