Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 108 4.4 FRAMKVÆMD OG ÚTFÆRSLUR – HEIMSMARKMIÐIN Á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1992 í Ríó de Janeiro undirrituðu þjóðir heims Ríóyfirlýsinguna um umhverfi og þróun, sem felur í sér fyrirheit um að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi í ákvarðanatöku og stefnumótun. „Dagskrá 21“ var samþykkt sem alþjóðleg framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun. Til að vinna að framgangi sjálfbærrar þróunar innan hvers sveitarfélags með aðkomu íbúa var „Staðardagskrá 21“ kynnt til sögunnar. Um síðustu aldamót voru svo Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna samþykkt en þau viku síðar fyrir Heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun sem gilda frá 2016 til 2030. Markmiðin eru 17 og má sjá á mynd 15. SJÁLFBÆRAR BORGIR OG SAMFÉLÖG HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA SAMVINNA UM MARKMIÐIN HEIMSMARKMIÐIN Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA Mynd 15: 17 heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun. Árið 1993 var gerð heildstæð stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í umhverfismálum og framkvæmdaáætlun, sem hlaut heitið „Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi“, og var samþykkt í ríkisstjórn 1996. Árið 2002 leit síðan ný stefnumörkun Íslands í sjálfbærri þróun dagsins ljós „Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi“ sem gilti til ársins 2020 og var endurskoðuð nokkrum sinnum á tímabilinu. Í kringum aldamótin 2000 fylgdi Ísland eftir Dagskrá 21 og Staðardagskrá 21 til að vinna að framgangi sjálfbærrar þróunar innan hvers sveitarfélags.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=