Menntun til sjálfbærni

6. KAFLI Aðgerðir strax – Það sem við verðum að gera 183 sé gætt þar með talið að öll aðföng og annað sem er notað og m.a. flutt inn hafi ekki skaðað annað fólk, dýr eða náttúruna. Þar sem loftslagsbókhald stjórnvalda nær ekki til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna framleiðslu á þeim vörum sem eru fluttar inn, verða vinnustaðir, fyrirtæki og nærsamfélagið að hafa heimsmarkmiðin og siðferði að leiðarljósi og miða sitt loftslagsbókhald við neysludrifna losun. Og allar vörur verða að kosta það sem þær kosta í raun og veru þegar umhverfisskaði, réttmæt vinnulaun og kolefnislosun er með í verðlagningu. Nærsamfélagið getur margt gert til þess að öllum liði vel, allir séu velkomnir, engan skortir nauðsynjar og að fólk hugsi um hvort annað og passi upp á hvort annað. Slíka menningu og hugsunarhátt þarf að rækta í nærsamfélögum. Auk þess þurfa vinnustaðir og fyrirtæki að stuðla að menntun til sjálfbærni fyrir sína starfsmenn, nærsamfélagið/sveitarfélögin fyrir sína íbúa og menntakerfið/ skólar á öllum stigum fyrir sína starfsmenn og nemendur. 6.2.3 Það sem stjórnvöld verða að gera Stjórnvöld verða að leiða og framkvæma þær róttæku breytingar sem verða að eiga sér stað í hverju landi. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að standa við Parísarsamkomulagið og vinna að heimsmarkmiðunum. Og stjórnvöld hafa þau tæki og tól, setja lög og reglur, til þess að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. • Hafa heimsmarkmiðin og lífsgildi sem stuðla að sjálfbærri þróun að leiðarljósi. Dæmi um slík gildi: o Nægjusemi, réttlæti, kærleikur, virðing, þakklæti, samkennd, umhyggja, samfélagshyggja, samvinna, hjálpsemi • Gera breytingar á stjórnarskránni þannig að hún styðji betur við sjálfbæra þróun • Búa til velferðarhagkerfi sem styður við sjálfbæra þróun, hagkerfi sem: o virðir þá staðreynd að náttúrulegar auðlindir eru takmarkaðar og ber að nýta á sjálfbæran hátt o notar aðra mælikvarða en hagvöxt til að meta velgengni þjóðar o gætir réttlætis í nýtingu og dreifingu auðlinda o setur réttan verðmiða á allt þegar umhverfisskaði, losun gróðurhúsalofttegunda, réttmæt vinnulaun og mengun vegna úrgangs eru reiknuð með o byggir á samvinnu o er hringrásar- og deilihagkerfi o ýtir ekki undir neysluhyggju heldur framleiðir eftir grunnþörfum og dreifir á sanngjarnan hátt o notar mengunarbótarreglu og varúðarreglu Þar sem loftslagsbókhald stjórnvalda nær ekki til losunar gróðurhúsa- lofttegunda vegna framleiðslu á þeim vörum sem eru fluttar inn, verða vinnustaðir, fyrirtæki og nærsamfélagið að hafa heimsmarkmiðin og siðferði að leiðarljósi og miða sitt loftslagsbókhald við neysludrifna losun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=