Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 20 Menntun til sjálfbærni er menntunarferli sem á að eiga sér stað í gegnum allt líf hvers einstaklings, þetta er stöðugt ferli sem alltaf þarf að vinna með. Það snýst ekki bara um að bera út skilaboð og tilmæli heldur að yfirfæra lærdóminn yfir í eigin aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri þróun. Fræðileg þekking er ekki nóg heldur skiptir aðalmáli að kunna og geta beitt þekkingu sinni. Það verður að horfa á menntun til sjálfbærni á heildrænan hátt og ekki aðeins að einbeita sér að því að miðla efni um sjálfbæra þróun, heldur að sýna dæmi um sjálfbæra þróun, t.d. með aðgerðum til að draga úr vistspori í skólum og í eigin lífi. En umbreytingin snýst ekki bara um það að minnka vistspor heldur um breytingu á gildum, viðhorfum og kerfum til þess að geta þróað lífsmynstur í átt að sjálfbærri þróun á varanlegan hátt. Menntun til sjálfbærni á að stuðla að þeim lífsgildum sem sjálfbær þróun byggir á. Slík gildi eru m.a. nægjusemi, réttlæti, kærleikur, virðing, þakklæti, samkennd, umhyggja, samfélagshyggja, samvinna og hjálpsemi. Við getum ekki leyst áskoranir nútímans með sömu gildum og hafa leitt okkur á þann stað sem við erum í dag. Slík gildi voru og eru ekki síst mótuð af ríkjandi hagkerfi okkar sem elur á neysluhyggju, einstaklingshyggju, samkeppni og skammtímasjónarmiðum. Það er kominn tími til að við mótum samfélag og hagkerfi sem hafa gildi sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Mikilvægt er að finna aðgerðamöguleika í nærumhverfi og samfélagi. Þar er hægt að finna möguleika til að koma á breytingum og þar er líka hægt að finna aðra sem hugsa á svipaðan hátt og skapa samstöðu sem auðveldar sameiginlegar aðgerðir til umbreytinga í átt að sjálfbærri þróun. Menntun til sjálfbærni í framkvæmd er valdefling borgara í lýðræðissamfélagi. Slík valdefling á ekki bara að stuðla að breytingum á lífsstíl einstaklinga heldur einnig að kerfisbreytingum samfélaga og ríkja eins og róttækum breytingum á núverandi hagkerfi. Menntun til sjálfbærni á að hvetja einstaklinga til að lifa eftir gildum sem geta leitt til annars samfélagsmynsturs en neyslusamfélagsins. Þetta þýðir m.a. að valdefla þarf einstaklinga til þess að taka beinan þátt í stjórnmálalegum ferlum m.a. til að tala fyrir strangari reglugerð í anda sjálfbærrar þróunar hjá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum og keðjum. Menntun til sjálfbærni: umbreytandi nálgun, stöðugt ferli Menntun til sjálfbærni á að stuðla að mikilvægum gildum sem eru forsendur fyrir sjálfbæra þróun. Slík gildi eru m.a. nægjusemi, réttlæti, kærleikur, virðing, þakklæti, samkennd, umhyggja, samfélagshyggja, samvinna og hjálpsemi. Mikilvægt er að finna aðgerðamöguleika. Lífsgildi, að upplýsa og fræða aðra, valdefling, kerfisbreytingar, aðgerðamöguleikar, tenging við nærsamfélagið Menntun til sjálfbærni hefur það hlutverk að efla þá færni að vega, meta og framkvæma út frá leiðarljósi sjálfbærrar þróunar, leysa vandamál á uppbyggilegan hátt og viðhafa viðsýni við forgangsröðun aðgerða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=