Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 37 Dæmi um verkefni eru nefnd sem passa við hverja áherslu á kennslufræðilegri nálgun en samt er mikilvægt að átta sig á því að yfirleitt eiga allar þessar nálganir að fléttast saman og verkefnin samsvara þeim flestum eða öllum í einu. Eins er mikilvægt að hafa í huga að menntun til sjálfbærni er ekki stunduð í gegnum einstök verkefni, þó að þau geti stuðlað að henni, heldur er það kennsluferli sem ætti helst að stunda í gegnum allt námið. Nánar er fjallað um það ferli í kafla 3 um menntun til sjálfbærni í skólastofunni. 2.6.1 NEMANDINN Í BRENNIDEPLI „Nemendur hafa áhrif á námið og viðfangsefni. Notast er við leitaraðferðir, þátttökunám og samvinnunám. Nemendur eru virkir í eigin námi og kennarar eru leiðbeinendur í lærdómsferlinu.“ Þátttökunám – Nemendamiðað nám Lögð er áhersla á að virkja og þróa þekkingu frekar en eingöngu að miðla þekkingu og/eða nám án reynslu og upplifana. Fyrri þekking nemenda sem og reynsla þeirra í félagslegu samhengi eru upphafspunktar fyrir örvandi námsferli þar sem nemendur smíða sinn eigin þekkingargrunn. Nemendamiðaðar aðferðir krefjast þess að nemendur byggi á eigin þekkingu og endurskoði lærdómsferli sitt, stýri því og fylgist með því. Þetta eru því valdeflandi aðferðir. Kennarar ættu að vera hvetjandi og styðjandi. Nemendamiðaðar aðferðir breyta hlutverki kennara úr hlutverki sérfræðings sem miðlar þekkingu í leiðbeinanda fyrir lærdómsferlið. Kennarar eiga að styðjast við kennsluaðferðir þar sem nemandinn er miðpunktur kennslunnar eins og t.d. við leitarnám og samvinnunám. Áhersla er lögð á sýnilega útkomu frá nemendum sem bera vott um víðan sjóndeildarhring, gagnrýna og lausnamiðaða hugsun, mannleg gildi og þróun, aðgerðir og þátttöku. Í menntun til sjálfbærni er horft á nemendur sem sjálfstæða námsmenn sem taka virkan þátt í lærdómsferlinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=