Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 128 Þessi áhersla núverandi óhefts markaðshagkerfis á hagnað, neysluhyggju, einstaklingshyggju og samkeppni virðist hafa smeygt sér að einhverju leyti inn í hugsunarhátt og hegðun okkar. Þessi gildi móta einstaklinga og samfélög. Marga dreymir um að verða ríkir og stór hluti einstaklinga í vestrænum samfélögum tekur þátt í lífsgæðakapphlaupi á einn eða annan hátt. Myndin um hið góða, eftirsóknarverða líf sem teiknað er upp fyrir okkur, inniheldur hugmyndina um að velferð og hamingja komi með auknum kaupmætti og aukinni neyslu. Slíkt eykur eftirspurn sem aftur eykur framboð og svo koll af kolli. Þetta ferli í samfélagi lífsgæðakapphlaups virðist viðhalda sjálfu sér. Framboð er réttlætt vegna eftirspurnar sem myndast vegna aukins framboðs. Markaðslögmálið um eftirspurn og framboð virkar óhindrað. En oft stýrir framboðið bæði eftirspurn og framboði. Er ekki kominn tími til að við grípum í taumanna á þessari sjálfsstýringu? Rannsóknir hafa sýnt að upp úr ákveðnu magni af fjármagni og eignum er almenn ánægja, velferð og hamingja einstaklinga ekki að aukast þó að fjármagnið og eignir verði meira. Þetta fyrirbrigði kallast „Easterlin-Paradox“. 4.6.5 HÖNNUN Á NÝJUM HAGKERFUM Sérfræðingar víðs vegar um heiminn eru búnir að hanna ný og öðruvísi hagkerfi sem byggja á öðrum mælikvörðum á velgengni þjóðar en hagvexti og geta gjörbreytt því hvernig við umgöngumst náttúruna og hvert annað. Dæmi um slík hagkerfi sem eru í alþjóðlegri umræðu eru Kleinuhringjahagkerfið, Sældarhagkerfið, sósíalíska markaðshagkerfið, niðurvaxtarhagkerfið o.fl. Hér á landi er mikið rætt um hringrásarhagkerfið sem er mikilvægt til þess að breyta núverandi línulega hagkerfinu yfir í hringrásir. Hringrásarhagkerfið er grundvallaratriði en ganga þarf lengra og dýpra í breytingum eins og ofan talin hagkerfi gera. Sérfræðingar víðs vegar um heiminn eru búnir að hanna ný og öðruvísi hagkerfi sem byggja á öðrum mælikvörðum á velgengni þjóðar en hagvexti og geta gjörbreytt því hvernig við umgöngumst náttúruna og hvert annað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=