Menntun til sjálfbærni

6. KAFLI Aðgerðir strax – Það sem við verðum að gera 177 6. KAFLI AÐGERÐIR STRAX – ÞAÐ SEM VIÐ VERÐUM AÐ GERA 6.1 FRAMTÍÐARSÝN Ímyndaðu þér draumaheim þar sem umgengni og nýting á náttúrunni er með sjálfbærum hætti, þar sem réttlæti og jafnrétti ríkir milli manna, þar sem fátækt, hungur og stríð heyrir sögunni til. Það ríkir friður, lýðræði er við völd alls staðar, náðst hefur að skipta gæðum Jarðar jafnt milli manna og þær eru sameign. Virðing er borin fyrir öllum lífverum og dýraníð heyrir sögunni til. Vistkerfi Jarðar eru í jafnvægi og auðlindir eru notaðar á skynsaman hátt og er unnið stöðugt að því að vernda líffræðilega fjölbreytni á Jörðinni. Ímyndaðu þér að í þessari framtíðarsýn hefði mannkyninu tekist að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5 gráður og þar með náð af afstýra verstu afleiðingum loftslagsbreytinga og hruni vistkerfa. Afleiðingar loftslagsbreytinga voru samt töluverðar með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu en mannkynið tókst á við málin í sameiningu með réttlæti og samkennd að leiðarljósi. Náðst hefur ákveðið jafnvægi í náttúrunni og lífríkið hefur aðlagast breyttu loftslagi. Notkun jarðefnaeldsneytis er úr sögunni. Ímyndaðu þér lífið í þessum draumaheimi. Hvernig líður þér? Hvað gerir þú og fjölskyldan þín á hverjum degi? Hvernig er lífið í nærsamfélagi, í landinu, heimsálfunni og í heiminum öllum? Kannski nærð þú í smátíma að ímynda þér slíkan heim en svo nær raunveruleikinn þér aftur niður á jörðina og þú hugsar að þetta sé bara einhver útópía sem verður varla hægt að ná. En nú er mikilvægt að staldra við. Hvernig á að vera hægt fyrir mannkynið að leysa úr stóru áskorunum samtímans ef það hefur enga framtíðarsýn, drauma, ímyndunarafl og er kjarklaust? Sá sem býr til framtíðarsýn er ekki einungis draumóramanneskja. Því framtíðarsýnin er leiðarljós sem gefur okkur einnig sýn á vandamál samtímans og hugmyndir um breytingar til að raungera framtíðarsýnina. Ef fólk getur ímyndað sér betri heim og hefur trú á því að slíkur Ímyndaðu þér draumaheim þar sem umgengni og nýting á náttúrunni er með sjálfbærum hætti, þar sem réttlæti og jafnrétti ríkir milli manna, þar sem fátækt, hungur og stríð heyrir sögunni til. Heimurinn breytist eftir fordæmi þínu, ekki skoðunum þínum. – PAULO COELHO –

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=