Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 38 Leitarnám – Lausnaleitarnám Lausnaleitarnám á mjög vel heima í menntun til sjálfbærni. Það er náms- og kennsluaðferð þar sem notast er við flókin viðfangsefni og leitað lausna á þeim. Í þessu ferli þurfa nemendur m.a. að vinna saman, fara í þekkingarleit og umræður. Lausnaleitarnám krefst gagnrýninnar hugsunar, hæfni til að leysa úr vandamálum og að koma auga á vandamál, auk þess sem nemendur læra að stýra sér sjálfir. Við lausnaleitina byggist upp skipulags- og viðbragðshæfni nemenda sem hjálpar þeim að tengja við raunveruleikann. Nemendur þurfa fyrst að finna og kynna sér vandamálið, útbúa síðan áætlun um hvernig þeir vilja leysa það, setja svo áætlunina í framkvæmd og loks meta árangur við áætlunina og framkvæmdina. Helsti galli lausnaleitarnáms er að það er frekar tímafrekt og stundum ekki hægt að framkvæma lausnirnar. Dæmi um leitarnám úr verkefnakistu Grænfánans: Kryfjum vandamálið til mergjar – þankahríð og hugarkort: Nemendur greina vandamál, fara í þankahríð og gera hugarkort þar sem þeir velta upp mörgum hliðum og greina svo hversu auðvelt eða erfitt er að leysa vandamálið. Aðferðinni má beita á flest vandamál. Hjálpum fyrirtækjum og stjórnvöldum – Verkefni: Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nær- umhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/ stofnana og stinga upp á hugmyndum. Lausnaleitarnám krefst gagnrýninnar hugsunar, hæfni til að leysa úr vandamálum og að koma auga á vandamál, auk þess sem nemendur læra að stýra sér sjálfir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=