Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 94 4. skref: Aðgerðir Aftur er skipt niður í tvö skref, núna er fyrst einstaklingsverkefni þar sem hver og einn nemandi býr til sína aðgerðaáætlun út frá sínum eigin markmiðum. Nemendur fara í gegnum nokkur skref: · Forgangsraða í fyrstu fimm aðgerðir sem stefnt er að · Brjóta síðan einstakar aðgerðir niður í fleiri skref: o Í næstu viku ætla ég að byrja á því að … o Hvað þarf ég til þess … · Búa síðan til persónulega og raunhæfa aðgerðaáætlun · Kynning og umræður Síðan verður hópverkefni þar sem nemendur ræða sín á milli um aðgerðir til þess að hafa áhrif út á við og búa til aðgerðaáætlun. Hér skoða nemendur eftirfarandi spurningar: · Hvernig getum við haft áhrif á okkar nærumhverfi? · Hvernig getum við haft áhrif á stjórnvöldin? · Búa til aðgerðaáætlun · Kynning og umræður Mikilvægt er síðan að verkefnið endi ekki hér. Hægt er t.d. að búa til áætlun um það hvernig þessum málum verður fylgt eftir. Sem dæmi væri hægt að ákveða dagsetningar þar sem rætt verður um það hvernig hefur gengið hjá hverjum og einum að fara eftir aðgerðaáætluninni. Nemendur geta veitt hvert öðru aðhald og hugsanlega kæmi upp ákveðin stemning í kringum það. Eins væri hægt að flétta aðgerðaáætlun inn í aðgerðir skólans í gegnum Grænfánaverkefið. Nemendur geta einnig tekið skrefið lengra og haldið áfram vinnu sinni í gegnum verkefnið Umhverfisfréttafólk. Það er líka hægt að vinna áfram með framtíðarsýnina t.d. í listkennslunni eins og var gert í verkefninu Svona viljum VIÐ hafa það. Svo er líka hugmynd að endurtaka ferlið eftir t.d. ár, endurskoða, vega og meta og búa til nýja áætlun. Mikilvægt er að hætta aldrei að láta sig dreyma og vinna markvisst að draumaframtíðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=