Menntun til sjálfbærni

6. KAFLI Aðgerðir strax – Það sem við verðum að gera 180 2.6.5) þá finnast aðgerðamöguleikar á öllum sviðum og af öllum stærðargráðum og allir geta og eiga að taka þátt í umbreytingu samfélaga. Gott er að nálgast aðgerðir með þannig hugarfar að „engin geti gert allt en allir geti gert eitthvað“ (Jane Goodall). 6.2.1 Það sem ég og fjölskyldan mín getum gert Hver og einn þarf að gera verulegar breytingar á eigin lífsstíl og hugsunarhætti. Mikilvægt er að við horfum á slíkar breytingar ekki sem einhverja fórn heldur sem tækifæri til betra lífs. Það hjálpar okkur til dæmis að velta fyrir okkur hvað það er sem skiptir okkur virkilega máli í lífinu. Sú hugsun að einblína aðallega á fjárhagslega velgengni, að vera á framabraut í vinnunni, eignast stórt og glæsilegt hús, flotta bíla, fara í marga utanlandsferðir, eignast marga hluti og skipta um þá reglulega og horfa á lífsstíl ríka fólksins sem eftirsóknarverða fyrirmynd, þetta verður að heyra sögunni til. Að einbeita sér að því sem færir manni ánægju, gleði og hamingju, vera ánægð með minna af hlutum og einfaldlega að hafa ekki þörf fyrir að eiga hitt og þetta, veitir m.a. frelsi og tíma. • Búa til framtíðarsýn, hafa trú á henni og hafa hana að leiðarljósi o Skoða hvernig væri hægt að raungera framtíðarsýnina o Setja markmið, búa til aðgerðaáætlun og fara eftir henni • Hafa heimsmarkmiðin og lífsgildi sem stuðla að sjálfbærri þróun að leiðarljósi í eigin lífi. Dæmi um slík gildi: o Nægjusemi, réttlæti, kærleikur, virðing, þakklæti, samkennd, umhyggja, samfélagshyggja, samvinna, hjálpsemi o Leita ekki hamingjunnar í því að eiga hitt og þetta heldur leita hennar frekar í samböndunum og samskiptum sem við eigum við fólk í kringum okkur, í upplifunum, í verkum okkar og sköpun og í þakklætinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=