Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 32 Menntun til sjálfbærni nær yfir allar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar þ.e. náttúru, samfélagslegar og efnahagslegar stoðir og samhengi milli þessa stoða, líka á hnattrænum skala. Verið er að skoða orsakir, afleiðingar og samhengi á markmiðum um sjálfbæra þróun með þverfaglegum nálgunum. Spurningin um réttlæti innan og milli kynslóða er hér m.a. mikilvægt viðfangsefni. Skoða og skilja þarf flókið samhengi hnattvæðingar, hagfræðilegrar þróunar, neyslu, umhverfisvandamála, þróunar og líðanar mannkyns, heilsu þess og félagslegra aðstæðna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita hér mikilvægt leiðarljós. Kennslufræðileg markmið í menntun til sjálfbærni miða sérstaklega að því að efla ýmis gildi og hæfni eins og kom fram í skilgreiningu á menntun til sjálfbærni í kafla 2.2. Kennsluaðferðir í menntun til sjálfbærni þurfa einnig að gera nemendum kleift að taka þátt í ákvörðunarferlum, þær eiga að efla getu til að umgangast flókin og þverfagleg mál og ná samþættingu þeirra og einnig að vega og meta gildi og viðmið. Nota þarf þátttökumiðaðar aðferðir þar sem nemandinn er í aðalhlutverki. Slíkar aðferðir eru m.a. hlutverkaleikir, hermileikir, bakrýni, ímyndunarferðalög, hugarflug, málþing, heimskaffi, fiskabúrsaðferðin, framtíðarverkstæði og smiðjur. Dæmi um verkefni með þessum aðferðum eru í kafla 2.6.2. Einnig er mikilvægt að fundnir verði aðgerðamöguleikar í raunveruleikanum sem gætu höfðað til hvers og eins en jafnframt að tengja það við vandamál og aðgerðamöguleika á heimsvísu. Það þarf að læra að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir og að tengja stórar áskoranir sjálfbærrar þróunar við eigin reynsluheim. Auka þarf meðvitund um hnattrænt umfang á áhrifum vegna hegðunar hvers og eins og alls samfélagsins og efla getu til aðgerða til að stuðla að sjálfbærri þróun. Lögð verður áhersla á að það fari ekki fram hræðsluáróður heldur á að opna augu fyrir virkri aðkomu að raunhæfum lausnum sem hver og einn getur tekið þátt í. Menntun til sjálfbærni er umbreytandi nám þar sem nemendur læra m.a. listina að ímynda sér ákveðna óskastöðu og framtíðarsýn og læra hvernig væri hægt að raungera þessa stöðu á virkan hátt. Ýmsar rannsóknir m.a. í umhverfisfélagsfræði hafa leitt í ljós að fólk sem hefur snemma á lífsleiðinni fengið margbreytilega og jákvæða reynslu af náttúruupplifunum mun á fullorðinsárum hafa vernd umhverfisins frekar í huga í ákvörðunum sínum og gjörðum. En því miður er samt oft lítil samsvörun milli aukinnar umhverfisvitundar og Menntun til sjálfbærni nær yfir allar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar þ.e. náttúru, samfélagslegar og efnahagslegar stoðir og samhengi milli þessa stoða, líka á hnattrænum skala Kennslufræðileg markmið í menntun til sjálfbærni miða sérstaklega að því að efla ýmis gildi og hæfni Mikilvægt er að fundnir verði aðgerðamöguleikar í raunveruleikanum sem gætu höfðað til hvers og eins en jafnframt að tengja það við vandamál og aðgerðamöguleika á heimsvísu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=