Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 48 Spurningatækni – stefnumótandi spurningar (Strategic questioning) Með því að beita opnum spurningum þar sem ekkert svar er rangt eða rétt er hægt að búa til nýjar upplýsingar og nýjar hugmyndir. Slíkar spurningar fá okkur til að hugsa, tala og hlusta. Stefnumótandi spurningar er árangursrík tækni til að gera fólki kleift að skoða aðstæður, hugsa á gagnrýninn og skapandi hátt og þróa áætlanir, forgangsraða og búa til framkvæmdaáætlanir. Hægt er að nota stefnumótandi spurningar sem tæki fyrir persónulegar breytingar, félagslegar breytingar og í menntun til sjálfbærni. Þetta tól er þátttökumiðað og valdeflandi þar sem grunnhugsunin er að svörin sé að finna hjá þeim sem eru spurðir. Það er einkennandi fyrir stefnumótandi spurningar að þær stuðla að því að nýjar upplýsingar koma upp á yfirborðið, þær hreyfa við fólki, skapa sjálfstraust um það að breytingar geta gerst í raun, bera virðingu fyrir þeim sem eru spurðir og eru góð leið til þess að tala við fólk sem er með mismunandi skoðanir án þess að yfirgefa eigin skoðanir en samt með því að leita að sameiginlegum grundvelli. Stefnumótandi spurningar krefjast vandlegrar og næmrar hlustunar og aðlögunar. Dæmi um stefnumótandi spurningar eru m.a.: • Hverju hefur þú áhyggjur af? • Hvernig líður þér út af þessu? • Hvað myndir þú vilja sjá gerast? • Hvernig væri hægt að koma á þessum breytingum? • Hvað getur þú sjálf/ur/t gert í þessu máli? Best er að forðast að spyrja spurninga sem leggja til ákveðna valmöguleika til þess að koma sér undan að svara með eigin skoðunum. Það eru t.d. spurningar eins og „hefur þú hugleitt ...“ , sem er leiðandi eða spurningar sem hægt að svara með já eða nei. Djúpar spurningar eins og „af hverju ...“ geta verið viðeigandi en þær geta samt verið of fastar í fortíðinni og skapa þar af leiðandi ekki nógu mikið skapandi flæði (dýnamík). Dæmi um verkefni úr verkefnakistu Grænfánans: Grænþvottur Hröð og hæg tíska Hafðu það gott um jólin – Skoðum jólaauglýsingar Stefnumótandi spurningar er árangursrík tækni til að gera fólki kleift að skoða aðstæður, hugsa á gagnrýninn og skapandi hátt og þróa áætlanir, forgangsraða og búa til framkvæmdaáætlanir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=