Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 125 Ríkustu 10% í heiminum eiga 60–80% af auðæfunum á meðan fátækustu 50% skipta með sér minna en 5% af eignum og gæðum heims. Á meðan auðæfi í einkaeigu hafa aukist minnka þau sem eru í opinberri eigu ríkisins. Hér eru dæmi frá nokkrum löndum. Graf 3: Auðæfi í einkaeigu (Wir2022) Ákveðin hætta er á því að ójöfn dreifing eignarhalds á fáeinar hendur geti haft áhrif á virkni lýðræðis. Medici-vítahringurinn útskýrir eina af rótum ójöfnuðar. Þeir sem þegar eru ríkir og valdamiklir geta haft áhrif á stjórnmálin og reglurnar sem eru settar þar á þann hátt að þeir hagnast enn meira fjárhagslega. Þar sem flestir af ríkustu einstaklingum heims hafa náð þannig stöðu í gegnum eignarhald á stórfyrirtækjum er fyrirtækjaauður og einstaklingsauður nátengdur við áhrifin sem þessir einstaklingar geta haft á ákvarðanatöku stjórnmálamanna. Mikilvægt er einnig að gera sér grein fyrir því hvernig ójöfnuður og loftslagsmálin tengjast og þurfa að leysast í sameiningu undir hatti sjálfbærrar þróunar. Sjá nánar í umfjöllun um loftslagsréttlæti í kafla 5. Auðæfi í opinberri eigu ríkis

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=