Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 132 TIL UMHUGSUNAR 1. Hefur þú tekið eftir villandi notkun á orðinu sjálfbærni í þjóðfélagsumræðu eða í auglýsingum? 2. Hefur þú kennt nemendum um sjálfbæra þróun og ef já í hvaða áfanga/grein. 3. Eru dæmi um þverfaglega kennslu í þínum skóla? 4. Á hvaða hátt og/eða í hvaða áfanga/grein telur þú að kennsla um sjálfbæra þróun geti best átt sér stað í þínum skóla? 5. Telur þú að það væri til bóta að hafa sér áfanga/grein um sjálfbæra þróun? 6. Hvað telur þú vera helstu hindrunina fyrir því að kenna meira um sjálfbæra þróun í þínum skóla? 7. Ein öflug leið til þess að kenna um samhengi milli grunnstoða sjálfbærrar þróunar og mismunandi heimsmarkmiða er að skoða á gagnrýninn hátt framleiðsluferli á t.d. fötum sem við klæðumst, mat sem við borðum eða raftækjum sem við notum. 8. Mikilvægt er alltaf að spyrja um hnattrænt réttlæti, umhverfisáhrif og af hverju framleiðsluhættir séu á þennan hátt og hvað þurfi til þess að breyta þeim. 9. Gott er að ræða við nemendur um lífsgildin sín og samhengi við gildi hagkerfis og gildi sjálfbærrar þróunar. 10. Getur endalaus hagvöxtur og sjálfbær þróun farið saman? 11. Áhugavert væri að láta nemendur ígrunda að hvaða marki aukið fjármagn einstaklings hefur áhrif á hamingju hans. 12. Hefur þú kennt um öðruvísi hagkerfi en það ríkjandi eins og Hringrásarhagkerfið, Kleinuhringjahagkerfið, Sældarhagkerfið, Sósíalíska markaðshagkerfið eða Niðurvaxtarhagkerfið? 13. Hvernig tengjast orð Móður Teresu „Lifðu einfalt svo aðrir geti einfaldlega lifað“, sjálfbærri þróun?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=