Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 57 geti breyst. Hér er gott að skoða sögu mannkyns og hversu miklar breytingar hafa orðið í gegnum tíðina sem sýnir okkur að við getum aftur breytt kerfum, ef við bara viljum og stöndum saman. Dæmi sem hægt er að vísa til eru m.a. fall Berlínarmúrsins eða mikilvæg og stór skref sem hafa verið tekin gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku og varðandi kynþáttabaráttu í Bandaríkjunum. Ræða þarf einnig um framtíðarsýn og velta fyrir sér líklegri, æskilegri og mögulegri þróun í framtíðinni, bera þær saman og móta raunhæfa framtíðarsýn. Það er mikilvægt að samtvinna útópísk og gagnrýnin sjónarmið og búa til myndir af því sem gæti verið mögulegt á meðan könnuð eru og skráð þau raunverulegu mörk sem núverandi kerfi setur. Með menntun til sjálfbærni læra nemendur m.a. listina að ímynda sér ákveðna óskastöðu sem er ekki til staðar í núinu og læra hvernig væri hægt að raungera þessa stöðu. Í þessu ferli getur átt sér stað mikil nýsköpun. Og til að umbreyta þeim veruleika sem við lifum í yfir í þann veruleika sem við viljum að raungerist er mjög mikilvægt að vera með uppbyggjandi von/staðfasta bjartsýni. Slík sýn gefur okkur styrk, þor og kjark til að hafa áhrif og við þurfum að vera staðföst til að hafa úthald og hafa hugmyndaauðgi til þess að finna og feta nýjar leiðir að framtíðarsýn um umbreytingu samfélaga. Þegar fólk finnur sig sem hluta af lausninni fær það styrk og gleði. Dæmi um verkefni Úr umhverfiskvíða í aðgerðir: kafli 3.5. Úr verkefnakistu Grænfánans: Skelin – hver gerir hvað? Þátttaka í Grænfánaverkefni Þátttaka í verkefninu Umhverfisfréttafólk Með menntun til sjálfbærni læra nemendur m.a. listina að ímynda sér ákveðna óskastöðu sem er ekki til staðar í núinu og læra hvernig væri hægt að raungera þessa stöðu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=