Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 72 1. Á fyrsta stigi kennslunnar eiga nemendur að læra í gegnum fjölbreyttar aðferðir um jarðveg, gróður og lífríki og þær hringrásir sem tengjast jarðveginum. Einnig snýst kennslan um hnignun vistkerfa, minnkun lífbreytileika og um náttúruvernd og vistheimt. Á þessi stigi er lögð áhersla á þekkingaröflun og að auka meðvitund og áhuga nemenda á málefninu. Þegar horft er á kennslufræðilegar nálganir menntunar til sjálfbærni þá er mikilvægt að passa upp á það að unnið verði með fjölbreyttum að- ferðum, að nemandinn sé í brennidepli, að tengja málefni við nærsamfélagið, að upplýsa og fræða aðra og ígrunda og meta. Hér eru nokkrar hugmyndir um kennsluaðferðir, þessi listi er ekki í neinni sérstakri röð en gott er að notast við fjölbreyttar aðferðir. • Ritgerðavinna eða erindi kennara og/eða nemenda og umræður. Fjallað væri t.d. um mikilvægi og hlutverk jarðvegs, hnignun jarðvegs og ástæður og afleiðingar þess, jarðvegsrof á Íslandi, roföfl, landlæsi, jarðvegsvernd, landnýting, landgræðslu og vistheimt. Lesefni má m.a. finna hér en gott er að láta nemendur einnig leita sjálfa að áreiðanlegu lesefni. • Skoða myndbönd og ræða. Góð dæmi um myndbönd má finna hér. • Vettvangsferðir o Skoðun og athugun á mismunandi jarðvegsgerðum, dæmi á bls. 77 „Dig Deep“ og „Earthy Analysis“ í Soils Challenge Badge hjá FAO (Food and Agriculture Organization of the United Nations) o Heimsókn á bóndabæ, sjá nánar á bls. 80 í Soils Challenge Badge hjá FAO • Tilraunir o Jarðvegurinn hefur m.a. mikilvægt hlutverk við að hreinsa vatn. Dæmi um auðvelda og stutta tilraun á bls. 88–90 í Náttúra til framtíðar eftir Rannveigu Magnúsdóttur o Jarðvegur skolast burt, vatn sem rofafl. Auðveld og stutt athugun sem opnar augun fyrir mikilvægi gróðurs til að binda jarðveg. Í einum kassa er grasbali í öðrum er jarðvegur. Kassarnir hallast og nemendur hella vatni úr garðkönnu á grasbalann og á jarðveginn. Fylgst er með hvað gerist og síðan er rætt um jarðvegsrof, rofferla og mikilvægi gróðurhulunnar til að hindra að roföflin eins og vatn komist að jarðveginum. 1. Þekkingaröflun og aukning meðvitundar • Fjölbreyttar aðferðir • Nemandinn í brennidepli • Tenging við nærsamfélagið • Upplýsa og fræða aðra • Ígrundun og mat Erindi Myndbönd Vettvangsferðir Tilraunir Leikir Verkefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=