Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 161 Parísarsamkomulaginu. Það er ljóst að ekki er hægt að finna ásættanlegar lausnir í loftslagsmálum nema að vinna gegn óréttlæti í leiðinni. Réttlæti m.t.t. aðlögunarmöguleika Mikill munur er einnig á aðlögunarmöguleikum fólks í mismunandi löndum. Fátæk lönd hafa yfirleitt litla möguleika til þess að aðstoða sitt fólk. Þannig getur t.d. minnkandi uppskera vegna flóða eða þurrka leitt til þess að hungursneyð breiðist út. Þegar fátækt fólk flýr úr sínum heimabæ vegna áhrifa loftslagshamfara hefur það oft engan annan kost í stöðunni en að búa í fátækrahverfum bæja og borga og vinna þrælkunarvinnu þar sem mannréttindi eru brotin. Útlit er fyrir að alþjóðlegur flóttamannastraumur vegna loftslagshamfara muni aukast verulega. Ef réttlætis verður ekki gætt er útlit fyrir að til verði tveir flokkar af flóttafólki: þau sem hafa fjármagn og frelsi til að reyna að flýja frá hamfarasvæðum og síðan þau fátæku sem verða skilin eftir til að mæta afleiðingunum eins og eyðileggingu, sjúkdómum og jafnvel dauða. Það er ljóst að til þess að gæta réttlætis þurfa allir að deila meira og einnig að fá svipuð tækifæri til þess að lifa af. Þau svæði og lönd sem hafa sloppið við sem mest af neikvæðum afleiðingum hingað til þurfa bæði að deila sinni framleiðslu og að taka að sér fleira flóttafólk. Réttlæti m.t.t. uppruna losunar og notkunar Ríku löndin eru að arðræna fátæku löndin m.a. með því að nota þeirra auðlindir og starfskrafta til að framleiða vörur handa sér og einnig með því að útvista þangað mengun og losun CO2. Loftslagsréttlæti væri þá m.a. að taka með inn í loftslagsbókhaldið neysludrifið kolefnisspor þannig að kolefnislosun vara tilheyri ekki bókhaldi framleiðslulands heldur neyslulands. Horfa frekar á heimsmarkmiðin sem eina heild, ekki einungis á aðgerðir í loftslagsmálum sem afmarkað markmið. 5.8.2 Réttlæti milli fólks Réttlæti m.t.t. núverandi kynslóðar Áhrif loftslagshamfara geta verið mismikil eftir því hvaða stöðu fólk hefur í samfélaginu, hvar það býr, eða eftir litarhætti, kynþætti, kyni, kynhneigð, aldri, efnahag o.fl. Þannig hafa loftslagshamfarir oft meiri neikvæð áhrif á fatlaða en ófatlaða, á fátæka en ríka og á konur en karla. Þessar staðreyndir þarf að hafa í huga við útfærslu á loftslagsaðgerðum. Réttlæti m.t.t. framtíðarkynslóða Það verður seint hægt að ná fram einhverju réttlæti milli núverandi kynslóða og kynslóða í náinni framtíð. Það minnsta sem hægt er að gera núna er að núverandi kynslóð taki Loftslagsréttlæti væri þá m.a. að taka með inn í loftslagsbókhaldið neysludrifið kolefnisspor þannig að kolefnislosun vara tilheyri ekki bókhaldi framleiðslulands heldur neyslulands. Áhrif loftslagshamfara geta verið mismikil eftir því hvaða stöðu fólk hefur í samfélaginu, hvar það býr, eða eftir litarhætti, kynþætti, kyni, kynhneigð, aldri, efnahag o.fl. Það minnsta sem hægt er að gera núna er að núverandi kynslóð taki ábyrgð og fari í þær aðgerðir sem þörf er á. Ef réttlætis verður ekki gætt er útlit fyrir að til verði tveir flokkar af flóttafólki: þau sem hafa fjármagn og frelsi til að reyna að flýja frá hamfarasvæðum og síðan þau fátæku sem verða skilin eftir til að mæta afleiðingunum eins og eyðileggingu, sjúkdómum og jafnvel dauða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=